Fótbolti

Sjáðu glæsimark Ísaks gegn Helsingborg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Bergmann skoraði sitt annað mark fyrir Norrköping á tímabilinu í kvöld.
Ísak Bergmann skoraði sitt annað mark fyrir Norrköping á tímabilinu í kvöld. vísir/getty

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði glæsilegt mark í 3-2 tapi Norrköping fyrir Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Ísak jafnaði metin í 2-2 á 62. mínútu. Hann sendi boltann þá á Alexander Fransson, fékk hann aftur og þrumaði boltanum svo í slána og inn. Markið má sjá hér fyrir neðan.

Þetta var annað mark Ísaks í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hann hefur einnig lagt upp nokkur mörk.

Skagamaðurinn ungi kom mikið við sögu í leiknum í kvöld. Á 22. mínútu fékk hann dæmda á sig vítaspyrnu eftir að dómari leiksins mat það sem svo að hann hefði fengið boltann í höndina innan teigs.

Anthony van den Hurk tók spyrnuna, Isak Pettersson varði en Van Den Hurk fylgdi á eftir og kom Helsingborg í 2-1 með sínu öðru marki í leiknum.

Ísak lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar hjá Norrköping. Hann hefur leikið þrettán af fjórtán deildarleikjum liðsins á tímabilinu.

Eftir góða byrjun hefur fjarað undan Norrköping og liðið hefur einungis fengið tvö stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.