Fótbolti

Ísak skoraði í öðru tapi Norrköping í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Bergmann skoraði glæsilegt mark gegn Helsingborg.
Ísak Bergmann skoraði glæsilegt mark gegn Helsingborg. GETTY/PIARAS Ó MÍDHEACH

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði annað mark Norrköping þegar liðið tapaði fyrir Helsingborg, 3-2, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þetta var annað tap Norrköping í röð og fjórði leikur liðsins án sigurs í röð. Norrköping er í 3. sæti sænsku deildarinnar með 25 stig, sex stigum á eftir toppliði Malmö.

Norrköping komst yfir með marki Alexanders Fransson strax á 3. mínútu. Anthony van den Hurk jafnaði úr vítaspyrnu sex mínútum síðar.

Á 22. mínútu fékk Helsingborg aðra vítaspyrnu eftir að dómarinn mat það sem svo að Ísak hefði handleikið boltann innan teigs. Isak Pettersson varði spyrnu Van Den Hurk en hann fylgdi á eftir og kom heimamönnum yfir.

Á 62. mínútu jafnaði Ísak í 2-2 með frábæru skoti í slá og inn eftir sendingu frá Fransson. Þetta var annað mark Skagamannsins í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Rasmus Jonsson sigurmark Helsingborg. Þetta var aðeins annar sigur liðsins á timabilinu.

Ísak og félagar í Norrköping þurfa hins vegar að rífa sig upp eftir að hafa aðeins fengið tvö stig í síðustu fjórum deildarleikjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.