Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Vegna tæknilegra vandamála virkar spilarinn hér í fréttinni ekki. Hægt er að horfa á fréttatímann á sjónvarpsvef Vísis hér.

Forsætisráðherra segir koma til greina að herða tökin á landamærunum. Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi í vetur.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Eins metra fjarlægðarregla leysir mörg vandamál varðandi skólahald í haust að sögn skólameistara. Til greina kemur að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna til að koma í veg fyrir að skólahald leggist alfarið af. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Eigendur veitinga- og skemmtistaða hafa þurft að gera ráðstafanir í ljósi hertra sóttvarna- og fjöldatakmarkana. Lögreglan hóf um helgina aukið eftirlit með veitingastöðum til að kanna aðstæður og hyggst beita sektum eða lokunum ef reglum er ekki fylgt. Við verðum í beinni útsendingu frá miðbænum og ræðum við bareiganda um hvernig gangi að framfylgja sóttvarnarreglum á öldurhúsum.

Einnig verður fjallað um nýjustu vendingar í Líbanon, en ríkisstjórn landsins sagði af sér í dag og við fylgjumst með þegar mjaldrasystrnar Litla-Grá og Litla-Hvít voru færðar út í umönnunarlaug í Klettsvík í Vestmannaeyjum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.