Innlent

Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Næstum 80 eru nú í sóttkví í Vestmannaeyjum.
Næstum 80 eru nú í sóttkví í Vestmannaeyjum. vísir/vilhelm

Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. Að sögn lögreglunnar þar voru þeir báðir í sóttkví þegar smit þeirra var staðfest. 

Íslensk erfðagreining mun skima Eyjamenn fyrir veirunni vegna hópsýkingar sem kom upp í Vestmannaeyjum. Nokkurn fjölda smita síðustu daga hefur mátt rekja til Eyja, ekki síst til skemmtanahalds um verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir að þar færi ekki fram nein formleg dagskrá var nokkur fjöldi á Heimaey yfir helgina, meðal annars fólk sem heimsótti vini og ættingja.

Í Vestmannaeyjum eru nú fjórir einstaklingar í einangrun og 78 í sóttkví. Þá segir lögreglan einn einstakling hafa lokið sóttkví. Sjúklingurinn sem nú er á gjörgæsludeild er jafnframt einn þeirra einstaklinga sem heimsóttu Eyjar um verslunarmannahelgina og greindust svo smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.