Innlent

Vaxið í ám og lækjum eftir mikla úrkomu

Andri Eysteinsson skrifar
Vatnshæð er nærri brúargólfi.
Vatnshæð er nærri brúargólfi. Facebook/Almannavarnir

Lögreglan á Suðurlandi hefur varað við miklum vatnavöxtum í ám í Þórsmörk og á Fjallabaksleið syðri en talsverð úrkoma hefur verið á Suður- og Vesturlandi í dag.

Samkvæmt tilkynningu Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra hefur vaxið í ám og lækjum allt frá sunnanverðum Vestfjörðum austur að Suðausturlandi. Auknar líkur eru á grjóthruni og skriðum. Er ferðafólk beðið að sýna sérstaka aðgát.

Vaðið yfir Krossá er það vatnsmikið að illfært er fyrir dráttarvél yfir vaðið. Vöðin yfir Hvanná og Steinholtsá eru orðin mjög vatnsmikil og illfær.

Árnar á Fjallabaksleið syðri eru þá illfærar óbreyttum jeppabifreiðum.

Útlit er fyrir frekari rigningu á næstu dögum en eins og sést á mynd sem fylgir færslu Almannavarnardeildar vantar ekki mikið upp á að vantshæð í Bakkakotsá undir Eyjafjöllum nái að brúargólfi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.