Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Tveir eru nú á sjúkrahúsi vegna kórónuveirusmits. Kári Stefánsson vill loka landinu svo hægt sé að ná utan um hópsmitið sem hefur blossað upp. Valið stendur nú á milli að berjast við hópsýkingar eða hruns í ferðaþjónustu.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Vegfarendur sem fréttastofa tók tali í dag töldu flestir að herða eigi tökin og loka landamærunum. Fólk sakni þess að geta heimsótt ættingja á hjúkrunarheimilum.

Lögreglan mun hér eftir sekta eða loka veitingastöðum sem ekki fara eftir sóttvarrnareglum. Brotin voru svo mörg í gær að lögregla telur að ekki sé lengur hægt að treysta á samvisku gesta og veitingamanna. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður rætt við Rauða krossinn um aðgerðir þeirra fyrir íbúa Beirút og við skoðum við fyrsta íslensku vefsíðuna sem gerir fólki kleift að máta húsgögn inn á heimilið í þrívídd.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.