Kári vill loka landinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2020 10:53 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg ef ná á utan um þessa aðra bylgju kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. „Ég persónulega kýs að loka landinu á þessu augnabliki og reyna að ná utan um þann faraldur sem er í gangi núna og taka svo ákvörðun að því loknu,“ sagði Kári í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Að hans mati verði veiran viðvarandi hér í íslensku samfélagi í nokkurn tíma. Meta þurfi hvort halda eigi áfram á sömu braut og taka þeim afleiðingum sem það geti haft í för með sér eða hvort loka eigi landinu eða grípa til hertari aðgerða á landamærum. Skimun á landamærum gengið vel en er ekki nóg „Ég held að stóra spurningin sem við verðum að horfast í augu við er hvort við eigum að halda áfram að takast á við þetta svona, taka þeim áföllum sem felast í því þegar blossa upp smit af þessari gerð og takast á við það. Það felst meðal annars í því að við getum ekki lifað því menningarlífi sem við viljum lifa, það verður erfitt að halda skólum opnum með þeim hætti sem við erum vön og svo framvegis,“ segir Kári. „Eða eigum við að loka landinu, krefjast þess að allir sem koma hingað fari fyrst í skimun, fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Prísinn sem við myndum borga fyrir það er að ferðaþjónustan myndi gjalda en þetta er valið sem við verðum að horfast í augu við.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur beðið stjórnvöld um að gera upp hvaða fjárhagslegu afleiðingar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa.Vísir/Vilhelm Hann segir jafnframt að þó að skimun á landamærum hafi gengið vel hafi smit borist hingað til lands þrátt fyrir varúðarráðstafanir. Það sé aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir að veiran geti borist hingað aftur ef landamærin eru opin. Hefur óskað eftir uppgjöri um fjárhagslegt tjón „Allt í einu er hér smit sem liggur lítill vafi á að rekja má til eins einstaklings sem hefur komið hingað inn. Það er veira með eina samsetningu af stökkbreytingu og það eru 32 hópar sem ekki er hægt að rekja saman sem hafa smitast af sömu veirunni.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var einnig til viðtals í Sprengisandi og segir hann að að hans mati þurfi stjórnvöld að gera upp hvaða afleiðingar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hingað til hafi. „Mín skoðun er sú að það vanti svolítið uppgjör á þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og við höfum beðið stjórnvöld um að gera það. Hvað skiptir það miklu máli fjárhagslega að gera þetta og hitt og þá geta menn bara valið [hvað sé best]. Það sem ég þarf að gera sem sóttvarnalæknir er að gefa stjórnvöldum val, hvað sóttvarnarlega felst í hverju vali fyrir sig.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilarann hér að neðan. Sprengisandur Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03 Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04 Íslensk erfðagreining léttir álagið við landamæraskimun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við ráðherra að skimun á landamærunum við kórónuveirunni haldi áfram. 6. ágúst 2020 14:21 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. „Ég persónulega kýs að loka landinu á þessu augnabliki og reyna að ná utan um þann faraldur sem er í gangi núna og taka svo ákvörðun að því loknu,“ sagði Kári í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Að hans mati verði veiran viðvarandi hér í íslensku samfélagi í nokkurn tíma. Meta þurfi hvort halda eigi áfram á sömu braut og taka þeim afleiðingum sem það geti haft í för með sér eða hvort loka eigi landinu eða grípa til hertari aðgerða á landamærum. Skimun á landamærum gengið vel en er ekki nóg „Ég held að stóra spurningin sem við verðum að horfast í augu við er hvort við eigum að halda áfram að takast á við þetta svona, taka þeim áföllum sem felast í því þegar blossa upp smit af þessari gerð og takast á við það. Það felst meðal annars í því að við getum ekki lifað því menningarlífi sem við viljum lifa, það verður erfitt að halda skólum opnum með þeim hætti sem við erum vön og svo framvegis,“ segir Kári. „Eða eigum við að loka landinu, krefjast þess að allir sem koma hingað fari fyrst í skimun, fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Prísinn sem við myndum borga fyrir það er að ferðaþjónustan myndi gjalda en þetta er valið sem við verðum að horfast í augu við.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur beðið stjórnvöld um að gera upp hvaða fjárhagslegu afleiðingar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa.Vísir/Vilhelm Hann segir jafnframt að þó að skimun á landamærum hafi gengið vel hafi smit borist hingað til lands þrátt fyrir varúðarráðstafanir. Það sé aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir að veiran geti borist hingað aftur ef landamærin eru opin. Hefur óskað eftir uppgjöri um fjárhagslegt tjón „Allt í einu er hér smit sem liggur lítill vafi á að rekja má til eins einstaklings sem hefur komið hingað inn. Það er veira með eina samsetningu af stökkbreytingu og það eru 32 hópar sem ekki er hægt að rekja saman sem hafa smitast af sömu veirunni.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var einnig til viðtals í Sprengisandi og segir hann að að hans mati þurfi stjórnvöld að gera upp hvaða afleiðingar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hingað til hafi. „Mín skoðun er sú að það vanti svolítið uppgjör á þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og við höfum beðið stjórnvöld um að gera það. Hvað skiptir það miklu máli fjárhagslega að gera þetta og hitt og þá geta menn bara valið [hvað sé best]. Það sem ég þarf að gera sem sóttvarnalæknir er að gefa stjórnvöldum val, hvað sóttvarnarlega felst í hverju vali fyrir sig.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilarann hér að neðan.
Sprengisandur Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03 Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04 Íslensk erfðagreining léttir álagið við landamæraskimun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við ráðherra að skimun á landamærunum við kórónuveirunni haldi áfram. 6. ágúst 2020 14:21 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira
Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03
Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. 7. ágúst 2020 11:04
Íslensk erfðagreining léttir álagið við landamæraskimun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við ráðherra að skimun á landamærunum við kórónuveirunni haldi áfram. 6. ágúst 2020 14:21