Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 11:04 Sautján greindust með veiruna innanlands í gær. Vísir/vilhelm Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá greindust þrír með virk smit við landamærin og einn til viðbótar bíður eftir mótefnamælingu. 914 eru nú í sóttkví á landinu og fjölgar þar mjög milli daga. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á Covid.is. Alls voru 1.924 sýni tekin við landamærin í gær og 759 sýni greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Þá voru 318 sýni tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu. Alls eru 109 í einangrun með veiruna á landinu. Enn eru virk smit í öllum landshlutum, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru einnig langflestir, eða 665, í sóttkví. Þá tekur fjöldi þeirra sem eru í sóttkví á Suðurlandi stórt stökk frá því í gær en það skýrist líklega af nokkrum tugum Eyjamanna sem sendir voru í sóttkví eftir gestakomur í bænum um verslunarmannahelgina. Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú orðið 26,5. Gærdagurinn er sá stærsti með tilliti til nýsmitaðra í þessari seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að uppi væru áhyggjur af því að ganga þyrfti lengra í aðgerðum gegn veirunni en nú er gert. Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna veirunnar klukkan 14, þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir fara yfir stöðu faraldursins. Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og hann jafnframt sendur út á Bylgjunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá greindust þrír með virk smit við landamærin og einn til viðbótar bíður eftir mótefnamælingu. 914 eru nú í sóttkví á landinu og fjölgar þar mjög milli daga. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á Covid.is. Alls voru 1.924 sýni tekin við landamærin í gær og 759 sýni greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Þá voru 318 sýni tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu. Alls eru 109 í einangrun með veiruna á landinu. Enn eru virk smit í öllum landshlutum, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru einnig langflestir, eða 665, í sóttkví. Þá tekur fjöldi þeirra sem eru í sóttkví á Suðurlandi stórt stökk frá því í gær en það skýrist líklega af nokkrum tugum Eyjamanna sem sendir voru í sóttkví eftir gestakomur í bænum um verslunarmannahelgina. Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú orðið 26,5. Gærdagurinn er sá stærsti með tilliti til nýsmitaðra í þessari seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að uppi væru áhyggjur af því að ganga þyrfti lengra í aðgerðum gegn veirunni en nú er gert. Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna veirunnar klukkan 14, þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir fara yfir stöðu faraldursins. Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og hann jafnframt sendur út á Bylgjunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira