Sautján innanlandssmit og þrjú virk smit á landamærum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 11:04 Sautján greindust með veiruna innanlands í gær. Vísir/vilhelm Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá greindust þrír með virk smit við landamærin og einn til viðbótar bíður eftir mótefnamælingu. 914 eru nú í sóttkví á landinu og fjölgar þar mjög milli daga. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á Covid.is. Alls voru 1.924 sýni tekin við landamærin í gær og 759 sýni greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Þá voru 318 sýni tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu. Alls eru 109 í einangrun með veiruna á landinu. Enn eru virk smit í öllum landshlutum, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru einnig langflestir, eða 665, í sóttkví. Þá tekur fjöldi þeirra sem eru í sóttkví á Suðurlandi stórt stökk frá því í gær en það skýrist líklega af nokkrum tugum Eyjamanna sem sendir voru í sóttkví eftir gestakomur í bænum um verslunarmannahelgina. Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú orðið 26,5. Gærdagurinn er sá stærsti með tilliti til nýsmitaðra í þessari seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að uppi væru áhyggjur af því að ganga þyrfti lengra í aðgerðum gegn veirunni en nú er gert. Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna veirunnar klukkan 14, þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir fara yfir stöðu faraldursins. Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og hann jafnframt sendur út á Bylgjunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Sjá meira
Sautján greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þrettán á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og fjórir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá greindust þrír með virk smit við landamærin og einn til viðbótar bíður eftir mótefnamælingu. 914 eru nú í sóttkví á landinu og fjölgar þar mjög milli daga. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á Covid.is. Alls voru 1.924 sýni tekin við landamærin í gær og 759 sýni greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Þá voru 318 sýni tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu. Alls eru 109 í einangrun með veiruna á landinu. Enn eru virk smit í öllum landshlutum, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru einnig langflestir, eða 665, í sóttkví. Þá tekur fjöldi þeirra sem eru í sóttkví á Suðurlandi stórt stökk frá því í gær en það skýrist líklega af nokkrum tugum Eyjamanna sem sendir voru í sóttkví eftir gestakomur í bænum um verslunarmannahelgina. Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú orðið 26,5. Gærdagurinn er sá stærsti með tilliti til nýsmitaðra í þessari seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að uppi væru áhyggjur af því að ganga þyrfti lengra í aðgerðum gegn veirunni en nú er gert. Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna veirunnar klukkan 14, þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir fara yfir stöðu faraldursins. Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og hann jafnframt sendur út á Bylgjunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Sjá meira