Erlent

Sviss kaupir 4,5 milljón skammta af bóluefni Moderna

Andri Eysteinsson skrifar
Lokaprófanir eru hafnar í Bandaríkjunum.
Lokaprófanir eru hafnar í Bandaríkjunum. Getty/NurPhoto

Svissneska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að samningar hefðu náðst við bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna um kaup á 4,5 milljón skömmtum af bóluefninu sem Moderna vinnur nú að, fyrirvari er settur í kaupin um að bóluefnið virki sem skyldi.

Heilbrigðisyfirvöld í Sviss vilja með kaupunum tryggja aðgang svissnesku þjóðarinnar að bólusetningu við kórónuveirunni sem geisað hefur um heimsbyggðina frá því í byrjun árs.

Talið er líklegast að hver einstaklingur þurfi tvo skammta af bóluefninu til þess að virkni þess sé tryggð. Því er áætlað að skammtarnir muni duga til að bólusetja 2,5 milljónir íbúa landsins sem eru alls 8,2 milljónir. Ríkisstjórnin er einnig sögð í viðræðum við fleiri lyfjafyrirtæki sem vinna að þróun bóluefnis og hafa 300 milljónir svissneskra franka verið settir til hliðar og verða notaðir í kaup á bóluefni.

Ekki hefur verið greint frá því á hvaða verði Moderna seldi Svisslendingum bóluefnisskammtana.

Moderna hóf í síðasta mánuði lokaprófanir á bóluefninu eftir að fyrstu prófanir höfðu lofað góðu. Um 30.000 manns taka nú þátt í tilrauninni sem er ætlað að sýna fram á að bóluefnið veiti ónæmi gegn COVID-19 sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.