Aldrei hafa fleiri greinst í Færeyjum á einum degi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 11:09 Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Færeyjum á einum sólarhring. Vísir/Vilhelm Fólki sem greinst hefur með kórónuveiruna í Færeyjum hefur fjölgað gríðarlega síðustu daga. 38 greindust með virkt smit í gær en aldrei hafa fleiri greinst á einum degi í Færeyjum. 54 hafa nú greinst með veiruna á þremur dögum í Færeyjum. Heilbrigðisyfirvöld í Færeyjum segja stöðuna grafalvarlega, veiran breiðist hraðar út í Færeyjum en í nokkru öðru Norðurlandanna. 900 Færeyingar voru sendir í sýnatöku á miðvikudag en enn hafa niðurstöður ekki borist í öllum tilfella. Gríðarlega langar raðir voru fyrir utan sjúkrahúsin þrjú í Færeyjum á meðan fólk beið þess að komast í sýnatöku. Að sögn heilbrigðisyfirvalda hafa öll smitin verið rakin til sama upprunans en enn er ekki búið að greina hvernig veiran hafi borist í samfélagið. Á upplýsingafundi greindi landlæknir Færeyja frá því að margir hinna smituðu hafi verið á Ólafsvökunni, þjóðhátíð Færeyja, í lok júlí. Í byrjun síðustu viku greindust þrír með veiruna en þeir höfðu allir verið viðstaddir Ólafsvöku. Sjá einnig: Þrír Ólafsvökugestir greindust með Covid Samkvæmt fréttastofu Fonyhedsbureau svara smitin 54 sem greinst hafa í Færeyjum síðustu þrját daga til þess að 103,8 af hverjum 100 þúsund íbúum séu smitaðir. Þá hafi innanlandssmit í Færeyjum ekki greinst í rúma þrjá mánuði þar til nú í vikunni. Mikil áhersla er lögð á sýnatöku í Færeyjum og að auka aðgengi að skimun fyrir veirunni. Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 23 rússneskir skipverjar smitaðir og tveir á sjúkrahúsi Tveir rússneskir skipverjar á togaranum Karelia hafa verið lagðir inn á Landssjúkrahúsið í Þórshöfn í Færeyjum vegna Covid-19. 27. júlí 2020 09:05 Fjölskylda sem kom með flugi til Færeyja reyndist smituð Erlend fjölskylda sem kom með flugi til Færeyja á laugardag reyndist smituð af kórónuveirunni sem veldur Covid-19. 20. júlí 2020 11:09 Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða 5. júlí 2020 11:59 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Fólki sem greinst hefur með kórónuveiruna í Færeyjum hefur fjölgað gríðarlega síðustu daga. 38 greindust með virkt smit í gær en aldrei hafa fleiri greinst á einum degi í Færeyjum. 54 hafa nú greinst með veiruna á þremur dögum í Færeyjum. Heilbrigðisyfirvöld í Færeyjum segja stöðuna grafalvarlega, veiran breiðist hraðar út í Færeyjum en í nokkru öðru Norðurlandanna. 900 Færeyingar voru sendir í sýnatöku á miðvikudag en enn hafa niðurstöður ekki borist í öllum tilfella. Gríðarlega langar raðir voru fyrir utan sjúkrahúsin þrjú í Færeyjum á meðan fólk beið þess að komast í sýnatöku. Að sögn heilbrigðisyfirvalda hafa öll smitin verið rakin til sama upprunans en enn er ekki búið að greina hvernig veiran hafi borist í samfélagið. Á upplýsingafundi greindi landlæknir Færeyja frá því að margir hinna smituðu hafi verið á Ólafsvökunni, þjóðhátíð Færeyja, í lok júlí. Í byrjun síðustu viku greindust þrír með veiruna en þeir höfðu allir verið viðstaddir Ólafsvöku. Sjá einnig: Þrír Ólafsvökugestir greindust með Covid Samkvæmt fréttastofu Fonyhedsbureau svara smitin 54 sem greinst hafa í Færeyjum síðustu þrját daga til þess að 103,8 af hverjum 100 þúsund íbúum séu smitaðir. Þá hafi innanlandssmit í Færeyjum ekki greinst í rúma þrjá mánuði þar til nú í vikunni. Mikil áhersla er lögð á sýnatöku í Færeyjum og að auka aðgengi að skimun fyrir veirunni.
Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 23 rússneskir skipverjar smitaðir og tveir á sjúkrahúsi Tveir rússneskir skipverjar á togaranum Karelia hafa verið lagðir inn á Landssjúkrahúsið í Þórshöfn í Færeyjum vegna Covid-19. 27. júlí 2020 09:05 Fjölskylda sem kom með flugi til Færeyja reyndist smituð Erlend fjölskylda sem kom með flugi til Færeyja á laugardag reyndist smituð af kórónuveirunni sem veldur Covid-19. 20. júlí 2020 11:09 Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða 5. júlí 2020 11:59 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
23 rússneskir skipverjar smitaðir og tveir á sjúkrahúsi Tveir rússneskir skipverjar á togaranum Karelia hafa verið lagðir inn á Landssjúkrahúsið í Þórshöfn í Færeyjum vegna Covid-19. 27. júlí 2020 09:05
Fjölskylda sem kom með flugi til Færeyja reyndist smituð Erlend fjölskylda sem kom með flugi til Færeyja á laugardag reyndist smituð af kórónuveirunni sem veldur Covid-19. 20. júlí 2020 11:09
Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða 5. júlí 2020 11:59