Erlent

Þrír Ólafs­vöku­gestir greindust með Co­vid

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Annar hinna smituðu er búsettur í Klaksvík.
Annar hinna smituðu er búsettur í Klaksvík. Vísir/Vilhelm

Tvö innanlandsmit hafa verið staðfest í Færeyjum og voru báðir einstaklingarnir sem greindust með Covid-19 sjúkdóminn staddir á Ólafsvöku, þjóðhátíð Færeyja, sem fór fram í Þórshöfn um helgina. Þetta staðfesti Lars Fodgaard Møller, landlæknir Færeyja.

Einstaklingarnir, sem búsettir eru í Höfn og Klaksvík, hafi þá ekki verið í samneyti við hvorn annan á Ólafsvöku en annar aðili sem staddur var á hátíðinni hefur verið greindur með kórónuveiruna. Hann hefur þó snúið aftur til Danmerkur þar sem hann er búsettur.

Ólafsvaka var ekki með sama sniði í ár vegna faraldursins en fólk safnaðist þó saman þrátt fyrir það. Brekkusöngnum var aflýst og voru gestir vökunnar um helmingi færri en þeir hafa verið síðustu ár.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.