Erlent

Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum. EPA/JENS KRISTIAN VANG

Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða

Er þetta í fyrsta skipti frá því 22. apríl sem staðfest smit kemur upp í Færeyjum. Lars Møller, landlæknir Færeyjar gefur ekki upp í samtali við færeyska fjölmiðilinn in.fo hvort að umræddur ferðalangur sé færeyskur ríkisborgari eða erlendur ferðamaður.Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða

Maðurinn hefur nú verið settur í einangrun en Møller segir að smitið sé „friðsamlegt“ og að svo stöddu ekki talið nauðsynlegt að kanna þá alla sem hann ferðaðist með eða hefur verið í kringum, að því er fram kemur á in.fo

Gengið sé út frá því að um gamalt smit sé að ræða, maðurinn muni fara í mótefnamælingu en ef engin mótefni finnist þurfi að ráðast í smitrakningu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.