Erlent

Trump skipar fyrir­tækjum að slíta tengslum við TikTok

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Trump hefur skrifað undir tilskipun sem ætlað er að koma höggi á kínversku samskiptamiðlana TikTok og WeChat.
Trump hefur skrifað undir tilskipun sem ætlað er að koma höggi á kínversku samskiptamiðlana TikTok og WeChat. Getty/Alex Wong/Avishek Das

Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifað undir tilskipun sem ætlað er að koma höggi á kínversku samskiptamiðlana TikTok og WeChat. Um er að ræða vinsælustu miðla Kína en TikTok er einnig gríðarlega vinsæll á vesturlöndum, ekki síst hjá ungu fólki.

Samkvæmt tilskipuninni fá bandarísk fyrirtæki 45 daga frest til þess að hætta alfarið öllum viðskiptum við miðlana. Tölvurisinn Microsoft er einmitt í viðræðum við eigendur TikTok um kaup á forritinu og Trump hefur krafist þess að þeim viðræðum verði lokið fyrir fimmtánda september.

Þetta er enn eitt skrefið í stríði bandarískra stjórnvalda við kínversk en í gær var einnig greint frá því að bandarísk yfirvöld leggja til að öllum kínverskum fyrirtækjum sem skráð eru á bandarískan hlutabréfamarkað verði gert að afskrá sig, nema þau opni bókhald sitt fyrir bandarískum eftirlitsaðilum.

Trump heldur því fram að með upplýsingasöfnun TikTok geti kínversk yfirvöld fylgst með starfsmönnum Bandaríska ríkisins og safnað persónulegum upplýsingum sem geti verið notaðar til þess að beita þá fjárkúgunum, eða kúgað starfsmennina til njósna.


Tengdar fréttir

Micros­oft heldur á­fram við­ræðum um kaup á TikTok

Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×