Erlent

Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti

Kjartan Kjartansson skrifar
Fauci hefur mátt þola harða gagnrýni frá þeim sem hugnast ekki sóttvarnaaðgerðir gegn kórónuveirufaraldrinum. Í sumum tilfellum hafa þær gagnrýnisraddir komið frá Hvíta húsinu sjálfu.
Fauci hefur mátt þola harða gagnrýni frá þeim sem hugnast ekki sóttvarnaaðgerðir gegn kórónuveirufaraldrinum. Í sumum tilfellum hafa þær gagnrýnisraddir komið frá Hvíta húsinu sjálfu. AP/Kevin Dietsch

Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir.

Ekki líkar öllum við það sem Fauci hefur að segja um varnir gegn kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur margítrekað lýst sig ósammála áliti sérfræðingsins um mat á ástandi faraldursins og um þær aðgerðir sem gríp þarf til gegn honum.

Fauci lýsti því í viðtali við CNN-fréttastöðina að honum hefði aldrei órað fyrir því að fólks sem væri andsnúið undirstöðum lýðheilsuvísinda væru svo hatrammlega á móti þeim að það hefði í hótunum.

„Að fá líflátshótanir gegn mér og fjölskyldu minni og að dætur mínar séu áreittar þannig að ég þurfi að ráða öryggisþjónustu er bara ótrúlegt,“ sagði Fauci sem er yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna.

Athygli vakti þegar Hvíta húsið sendi bandarískum blaðamönnum skjal þar sem rakin voru tilfelli þar sem Fauci átti að hafa haft rangt fyrir sér og var ætlað að grafa undan trúverðugleika hans í síðasta mánuði. Kröfðust þeir sem sendu skjalið nafnleyndar og var skjalið sagt í ætt við þau sem eru send út gegn pólitískum andstæðingum. Ummælin sem voru höfð eftir Fauci voru flest frá upphafsdögum faraldursins þegar enn var lítið vitað um eðli hans. Í sumum tilfellum voru ummælin slitin úr samhengi.


Tengdar fréttir

Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox

Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×