Erlent

Sér­­­sveit al­­ríkis­lög­­reglunnar leitar á heimili YouTu­be-stjörnu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Húsleit var gerð af alríkislögreglu Bandaríkjanna á heimili YouTube stjörnunnar Jake Paul.
Húsleit var gerð af alríkislögreglu Bandaríkjanna á heimili YouTube stjörnunnar Jake Paul. Getty/Bauer-Griffin

Sérsveit alríkislögreglu Bandaríkjanna gerði húsleit á heimili YouTube stjörnunnar Jake Paul. Talskona alríkislögreglunnar sagði í yfirlýsingu að vopnaðir sérsveitamenn hafi framkvæmt húsleitina sem gerð var þegar Paul var ekki á heimili sínu.

Ástæða húsleitarinnar hefur ekki verið gefin upp en leitin er sögð tengjast rannsókn sem stendur nú yfir. Sérsveitarmenn sáust á myndefni sem tekið var úr lofti einnig gera skotvopn upptæk á staðnum.

Meðal skotvopnanna sem voru gerð upptæk var löng byssa sem að sögn fréttastofu ABC fannst við hlið heita pottsins úti í garðinum við hús Paul.

Paul hefur verið ákærður fyrir að hafa farið ránshendi í Arizona og að hafa haldið partý nýlega þar sem sóttvarnalög voru brotin. Paul, sem er 23 ára gamall, er gríðarlega vinsæll á YouTube en þar hefur hann rúmlega 20 milljón fylgjendur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.