Trufluðu fyrirtöku í máli Twitter-hakkara með klámi Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2020 22:12 Fyrirtakan fór fram í gegnum fjarfundarforritið Zoom sem hefur notið mikilla vinsælda á tímum kórónuveirufaraldursins. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Stöðva þurfti fyrirtöku sem var haldin í fjarfundi í máli tánings sem er grunaður um innbrot í tölvukerfi Twitter í dag eftir að boðflennur trufluðu hana ítrekað með klámi. Dómarinn féllst á endanum ekki á að lækka tryggingargjald sem pilturinn þarf að greiða til að losna úr fangelsi. Fyrirtakan fór fram með Zoom-fjarfundarforritinu vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki þurfti lykilorð til að komst inn á fundinn og því gátu notendur forritsins komist óboðnir á hann með því að þykjast vera starfsmenn fjölmiðla eins og CNN og breska ríkisútvarpsins BBC. Sumar boðflennurnar spiluðu tónlist en aðrar spiluðu klámefni inn á fundinn. Það varð til þess að dómarinn frestaði fundi tímabundið. Tölvuöryggissérfræðingur segir fyrirsjáanlegt að fyrirtakan hafi verið trufluð og furðar sig á að ekki hafi hvarflað að dómaranum að koma í veg fyrir að aðrir notendur gætu tekið yfir það sem birtist sem aðalmynd á fundinum, að sögn BBC. „Dómarar sem halda fyrirtökur á Zoom þurfa að bæta ráð sitt,“ segir Brian Krebs. Tryggingargjaldið sem pilturinn, sem er sautján ára, þarf að greiða var ákveðið 750.000 dollarar, jafnvirði meira en hundrað milljóna íslenskra króna. Hann er sakaður um fjársvik þegar hann notaði auðkenni Twitter-starfsmanna sem hann komst yfir með blekkingum til þess að taka yfir reikninga fjölda þekktra einstaklinga og biðja fylgjendur þeirra um að senda sér greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Auk piltsins, sem neitar sök, eru nítján ára gamall Breti og 22 ára gamall Bandaríkjamaður ákærðir fyrir aðild að innbrotinu og svikum. Twitter Tölvuárásir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. 4. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Stöðva þurfti fyrirtöku sem var haldin í fjarfundi í máli tánings sem er grunaður um innbrot í tölvukerfi Twitter í dag eftir að boðflennur trufluðu hana ítrekað með klámi. Dómarinn féllst á endanum ekki á að lækka tryggingargjald sem pilturinn þarf að greiða til að losna úr fangelsi. Fyrirtakan fór fram með Zoom-fjarfundarforritinu vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki þurfti lykilorð til að komst inn á fundinn og því gátu notendur forritsins komist óboðnir á hann með því að þykjast vera starfsmenn fjölmiðla eins og CNN og breska ríkisútvarpsins BBC. Sumar boðflennurnar spiluðu tónlist en aðrar spiluðu klámefni inn á fundinn. Það varð til þess að dómarinn frestaði fundi tímabundið. Tölvuöryggissérfræðingur segir fyrirsjáanlegt að fyrirtakan hafi verið trufluð og furðar sig á að ekki hafi hvarflað að dómaranum að koma í veg fyrir að aðrir notendur gætu tekið yfir það sem birtist sem aðalmynd á fundinum, að sögn BBC. „Dómarar sem halda fyrirtökur á Zoom þurfa að bæta ráð sitt,“ segir Brian Krebs. Tryggingargjaldið sem pilturinn, sem er sautján ára, þarf að greiða var ákveðið 750.000 dollarar, jafnvirði meira en hundrað milljóna íslenskra króna. Hann er sakaður um fjársvik þegar hann notaði auðkenni Twitter-starfsmanna sem hann komst yfir með blekkingum til þess að taka yfir reikninga fjölda þekktra einstaklinga og biðja fylgjendur þeirra um að senda sér greiðslur í rafmyntinni bitcoin. Auk piltsins, sem neitar sök, eru nítján ára gamall Breti og 22 ára gamall Bandaríkjamaður ákærðir fyrir aðild að innbrotinu og svikum.
Twitter Tölvuárásir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. 4. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag. 4. ágúst 2020 21:01