300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 10:13 Sprengingin var gríðarlega kraftmikil og fundust skjálftar hennar vegna á Kýpur, sem er í um 200 kílómetra fjarlægð. AP/Hussein Malla Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. Marwan Abboud, ríkisstjóri héraðsins sem Beirút er í, segir að skemmdir hafi orðið á um helmingi bygginga í borginni allri. Minnst hundrað manns eru dánir og þúsundir slösuðust í sprengingunni. Nánast öruggt er að tala látinna muni hækka þar sem björgunarstörf standa enn yfir og talið er að fólk hafi grafist í húsarústum. Margra er saknað. Útlit er fyrir að sprengingin hafi orðið þegar eldur kviknaði í flugeldum sem voru í vöruskemmu við höfn Beirút. Eldurinn mun svo hafa borist í ammóníum nítrat, sem geymt hafði verið við höfnina um árabil. Sjá einnig: Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við og fóru yfir myndbönd af sprengingunni segja þau styðja við að um ammóníum nítrat hafi verið að ræða. Fjölmörg myndbönd af sprengingunni má sjá í fréttinni frá því í gær. Íbúar Líbanon hafa gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu þar sem ástand efnahags ríkisins er mjög slæmt, sem hefur leitt til umfangsmikilla mótmæla í borgum landsins og áköllum eftir endurbótum. Þá hafa sjúkrahús í Líbanon einnig þurft að glíma við töluverða útbreiðslu Covid-19. Skaðinn á höfn Beirút er gífurlega mikill og hafa þegar vaknað áhyggjur um það hvort aðrar hafnir landsins geti séð um út- og innflutning nauðsynja. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru um 80 prósent af korni sem íbúar Líbanon neyta innflutt. Þar að auki voru um 85 prósent þeirra kornbirgða sem til voru í landinu geymdar á hafnarsvæðinu og eru nú taldar ónýtar. Hasssan Diab, forsætisráðherra, kallaði í eftir hjálp annarra ríkja í sjónvarpsávarpi í gær. Hér að neðan má sjá tíst frá Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Stærðarinnar gígur myndaðist þar sem sprengingin varð en stór hluti kornbirgða Líbanon var geymdur í byggingunni sem stendur við gíginn. What yesterday was a port is today a crater. pic.twitter.com/17UkiD2dtj— Carl Bildt (@carlbildt) August 5, 2020 Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49 Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. Marwan Abboud, ríkisstjóri héraðsins sem Beirút er í, segir að skemmdir hafi orðið á um helmingi bygginga í borginni allri. Minnst hundrað manns eru dánir og þúsundir slösuðust í sprengingunni. Nánast öruggt er að tala látinna muni hækka þar sem björgunarstörf standa enn yfir og talið er að fólk hafi grafist í húsarústum. Margra er saknað. Útlit er fyrir að sprengingin hafi orðið þegar eldur kviknaði í flugeldum sem voru í vöruskemmu við höfn Beirút. Eldurinn mun svo hafa borist í ammóníum nítrat, sem geymt hafði verið við höfnina um árabil. Sjá einnig: Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við og fóru yfir myndbönd af sprengingunni segja þau styðja við að um ammóníum nítrat hafi verið að ræða. Fjölmörg myndbönd af sprengingunni má sjá í fréttinni frá því í gær. Íbúar Líbanon hafa gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu þar sem ástand efnahags ríkisins er mjög slæmt, sem hefur leitt til umfangsmikilla mótmæla í borgum landsins og áköllum eftir endurbótum. Þá hafa sjúkrahús í Líbanon einnig þurft að glíma við töluverða útbreiðslu Covid-19. Skaðinn á höfn Beirút er gífurlega mikill og hafa þegar vaknað áhyggjur um það hvort aðrar hafnir landsins geti séð um út- og innflutning nauðsynja. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru um 80 prósent af korni sem íbúar Líbanon neyta innflutt. Þar að auki voru um 85 prósent þeirra kornbirgða sem til voru í landinu geymdar á hafnarsvæðinu og eru nú taldar ónýtar. Hasssan Diab, forsætisráðherra, kallaði í eftir hjálp annarra ríkja í sjónvarpsávarpi í gær. Hér að neðan má sjá tíst frá Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Stærðarinnar gígur myndaðist þar sem sprengingin varð en stór hluti kornbirgða Líbanon var geymdur í byggingunni sem stendur við gíginn. What yesterday was a port is today a crater. pic.twitter.com/17UkiD2dtj— Carl Bildt (@carlbildt) August 5, 2020
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49 Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12
Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49
Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent