Íslenski boltinn

Tæp­lega 300 milljónum veðjað á ís­lenska boltann það sem af er sumri hjá einni veð­mála­síðunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest var veðjað á leik Breiðabliks og Gróttu.
Mest var veðjað á leik Breiðabliks og Gróttu. vísir/daníel

Veðmálasíðan Coolbet greindi frá því í gær að heildarveltan á veðmál á íslenska boltann það sem af er sumri er tæplega 300 milljónir króna.

297 milljónum og 991 þúsund krónum hefur verið veðjað á íslenska boltann í sumar en tölurnar eru frá 12. júní þegar Pepsi Max-deild kvenna fór af stað. Karlarnir fóru af stað daginn eftir.

Rúmlega 86 milljónum króna hefur verið veðjað á Pepsi Max-deild karla en í öðru sætinu er 4. deild karla. Mjólkurbikar karla er svo í þriðja sæti yfir þá leiki sem er mest veðjað á.

Í Pepsi Max-deild karla hefur mest verið veðjað á leik Breiðablik og Gróttu fyrir leikinn en í beinni var mest veðjað á leik Stjörnunnar og Fylkis.

Í Pepsi Max-deild kvenna var mest veðjað á leik Vals og Fylkis fyrir leikinn en í beinni leik Stjörnunnar og kR.

Fleiri áhugaverðar færslur og staðreyndir um veðmál og íslenska boltann má sjá hér að neðan en liðin njóta ekki góðs af þessum peningum því þau fá ekki brotabrot af summunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×