Auba­mey­ang af­greiddi Chelsea og Arsenal er bikar­meistari

Aubameyang fagnar síðara markinu.
Aubameyang fagnar síðara markinu. vísir/getty

Arsenal er enskur bikarmeistari eftir að liðið lagði Chelsea, 2-1, í úrslitaleiknum sem fór fram á Wembley í dag. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði bæði mörk Arsenal.

Það voru ekki liðnar nema fimm mínútur er Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic skoraði. Eftir flott spil, lagði Oliver Giroud boltann á Pulisic sem vippaði laglega yfir Emiliano Martinez.

Eftir 28 mínútur fengu Arsenal vítaspyrnu. Cesar Azpilicueta lenti þá fyrir aftan Pierre-Emerick Aubameyang og endaði á því að brjóta á honum. Arsenal menn vildu rautt spjald en Azpilicueta fékk gult spjald.

Úr vítinu skoraði Gabon-maðurinn og 1-1 í hálfleik. Það var svo Aubameyang sem gerði út um leikinn á 68. mínútu. Eftir sendingu frá Nicolas Pepe lék hann á Kurt Zouma og vippaði boltanum yfir Willy Caballero. Frábærlega gert.

Ekki skánaði ástandið fyrir Chelsea fimm mínútum síðar er Mateo Kovacic fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Síðara gula spjalidð var ansi harður dómur en Anthony Taylor virtist viss í sinni sök.

Lokatölur 2-1 sigur Arsenal og fyrsti stóri titill Arsenal síðan 2017 er liðið varð einnig enskur bikarmeistari. Fjórtándi bikarmeistaratitill Arsenal í höfn.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.