Ragnar vann sér inn samning: „Hann er enn mjög hungraður“ Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 09:00 Ragnar Sigurðsson kann afar vel við sig á Parken og á í góðu sambandi við stuðningsmenn FC Köbenhavn. VÍSIR/GETTY „Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. Ragnar sneri aftur til FCK, þar sem hann lék árin 2011-2013, í janúar eftir að hafa leikið í Rússlandi og Englandi. Hann skrifaði undir samning sem gilti til loka júní, framlengdi hann um skamman tíma vegna kórónuveirufaraldursins og lengingu tímabilsins í Danmörku, en hefur nú skrifað undir samning sem gildir til næsta sumars. Ragnar er staðráðinn í að tryggja Íslandi í október og nóvember sæti á EM sem fram fer næsta sumar. View this post on Instagram Giddy Up Again A post shared by @ sykurson on Jul 31, 2020 at 1:04am PDT „Ragnar langar mikið til að spila fyrir FCK og hefur sýnt það með þessum samningi að félagið er í miklum metum hjá honum,“ sagði Ståle Solbakken, þjálfari FCK, á heimasíðu félagsins. FCK hafnaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili en er enn með í Evrópudeildinni þar sem liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir öðru sinni á Parken 5. ágúst. Tyrkirnir eru 1-0 yfir í einvíginu en sigurliðið mætir væntanlega Manchester United í liða úrslitum. „Ragnar er reyndur, kappsfullur, sterkur og ófyrirleitinn varnarmaður með mikinn sigurvilja, og hann veit hvernig fótbolta við viljum spila. Á sama tíma er hann með stórt markmið um að komast með íslenska landsliðinu á EM næsta sumar svo hann er enn mjög hungraður, þrátt fyrir að hafa upplifað mjög margt sem leikmaður,“ sagði Solbakken. Hann bætti við að Ragnar hefði sýnt að hann væri enn mjög sterkur varnarmaður og að nú gæti hann tekið fullan þátt í undirbúningstímabili liðsins. F.C. København og Ragnar Sigurdsson er blevet enige om at forlænge islændingens aftale til sommeren 2021 #fcklive https://t.co/mI50tzax0h— F.C. København (@FCKobenhavn) July 31, 2020 „FCK er mitt félag og Kaupmannahöfn er orðin að mínu heimili,“ sagði Ragnar og kvaðst afar ánægður. „Ég þarf að leggja hart að mér til að vera í eins góðu formi og hægt er, svo ég geti gert allt til að hjálpa félaginu og liðinu að ná sínum markmiðum,“ sagði Ragnar. Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar hjá FCK fram að Englandsleik og gæti mætt United FC Köbenhavn ætlar ekki að vera án Ragnars Sigurðssonar þegar liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 29. júlí 2020 12:30 Ósammála um marga leikmenn en sammála um hver þeirra hafi verið bestur Vísir sló á þráðinn til tveggja spekinga um danska boltans og bað þá um að fara yfir frammistöður þeirra Íslendinga sem spila í deildinni. 23. júlí 2020 07:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjá meira
„Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. Ragnar sneri aftur til FCK, þar sem hann lék árin 2011-2013, í janúar eftir að hafa leikið í Rússlandi og Englandi. Hann skrifaði undir samning sem gilti til loka júní, framlengdi hann um skamman tíma vegna kórónuveirufaraldursins og lengingu tímabilsins í Danmörku, en hefur nú skrifað undir samning sem gildir til næsta sumars. Ragnar er staðráðinn í að tryggja Íslandi í október og nóvember sæti á EM sem fram fer næsta sumar. View this post on Instagram Giddy Up Again A post shared by @ sykurson on Jul 31, 2020 at 1:04am PDT „Ragnar langar mikið til að spila fyrir FCK og hefur sýnt það með þessum samningi að félagið er í miklum metum hjá honum,“ sagði Ståle Solbakken, þjálfari FCK, á heimasíðu félagsins. FCK hafnaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili en er enn með í Evrópudeildinni þar sem liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir öðru sinni á Parken 5. ágúst. Tyrkirnir eru 1-0 yfir í einvíginu en sigurliðið mætir væntanlega Manchester United í liða úrslitum. „Ragnar er reyndur, kappsfullur, sterkur og ófyrirleitinn varnarmaður með mikinn sigurvilja, og hann veit hvernig fótbolta við viljum spila. Á sama tíma er hann með stórt markmið um að komast með íslenska landsliðinu á EM næsta sumar svo hann er enn mjög hungraður, þrátt fyrir að hafa upplifað mjög margt sem leikmaður,“ sagði Solbakken. Hann bætti við að Ragnar hefði sýnt að hann væri enn mjög sterkur varnarmaður og að nú gæti hann tekið fullan þátt í undirbúningstímabili liðsins. F.C. København og Ragnar Sigurdsson er blevet enige om at forlænge islændingens aftale til sommeren 2021 #fcklive https://t.co/mI50tzax0h— F.C. København (@FCKobenhavn) July 31, 2020 „FCK er mitt félag og Kaupmannahöfn er orðin að mínu heimili,“ sagði Ragnar og kvaðst afar ánægður. „Ég þarf að leggja hart að mér til að vera í eins góðu formi og hægt er, svo ég geti gert allt til að hjálpa félaginu og liðinu að ná sínum markmiðum,“ sagði Ragnar.
Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar hjá FCK fram að Englandsleik og gæti mætt United FC Köbenhavn ætlar ekki að vera án Ragnars Sigurðssonar þegar liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 29. júlí 2020 12:30 Ósammála um marga leikmenn en sammála um hver þeirra hafi verið bestur Vísir sló á þráðinn til tveggja spekinga um danska boltans og bað þá um að fara yfir frammistöður þeirra Íslendinga sem spila í deildinni. 23. júlí 2020 07:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjá meira
Ragnar hjá FCK fram að Englandsleik og gæti mætt United FC Köbenhavn ætlar ekki að vera án Ragnars Sigurðssonar þegar liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 29. júlí 2020 12:30
Ósammála um marga leikmenn en sammála um hver þeirra hafi verið bestur Vísir sló á þráðinn til tveggja spekinga um danska boltans og bað þá um að fara yfir frammistöður þeirra Íslendinga sem spila í deildinni. 23. júlí 2020 07:30