Íslenski boltinn

KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.
Úr leik í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. vísir/hag

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að fresta öllum leikjum í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna frá 31. júlí til og með 5. ágúst.

Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda í dag beindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, því til íþróttahreyfingarinnar að öllum kappleikjum fullorðinna yrði frestað um eina viku, eða til 10. ágúst. Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins taki gildi á hádegi á morgun.

Leikirnir sjö sem eru í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld fara fram en án áhorfenda.

Í frétt á vefsíðu KSÍ kemur fram að staðan verði endurmetin fyrir 5. ágúst í samráði við heilbrigðisyfirvöld.

Ljóst er mótahald raskast mikið vegna þessara aðgerða. Til að mynda fara tvær umferðir í Pepsi Max-deild karla og ein í Pepsi Max-deild kvenna fram á tímabilinu sem sóttvarnaryfirvöld óskuðu eftir að engir leikir færu fram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.