Telur knattspyrnulið áfram geta æft Sindri Sverrisson skrifar 30. júlí 2020 14:07 Skipulagðar æfingar lágu niðri um hríð í vor vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/BÁRA Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. ÍSÍ bíður eftir endanlegri yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu og Líney kveðst vonast til að geta sent út upplýsingar til íþróttahreyfingarinnar seinna í dag. Á blaðamannafundi heilbrigðisráðuneytisins í dag kom fram að tveggja metra reglan tæki aftur gildi, fjöldatakmörk yrðu lækkuð í 100 manns, og að mælst væri til þess að íþróttaviðburðum yrði frestað til 10. ágúst. „Það kom nú ansi margt fram í fréttatilkynningunni eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Þar er lögð línan sem við þurfum nú að sjá hvernig hægt er að máta íþróttahreyfinguna inn í. Þetta eru ansi miklar takmarkanir,“ segir Líney við Vísi í dag. „Það þarf í það minnsta að vera hægt að sótthreinsa áhöld á milli æfinga, og viðhalda tveggja metra reglunni eins og hægt er. Það er kannski erfitt í ákveðnum greinum, til að mynda í júdó og ýmsum öðrum íþróttum sem þarf að sjá hvort hægt sé að viðhalda keppni fyrir fullorðna í,“ segir Líney, en reglurnar gilda ekki um yngri iðkendur. Á meðan að Líney bíður eftir frekari upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu kveðst hún þó gera ráð fyrir að æfingar geti að miklu leyti farið fram með sama hætti og síðustu vikur, að minnsta kosti í fótbolta. „Ég myndi halda það, miðað við upplýsingarnar sem ég er með núna. Ef að við erum með hundrað manna takmarkanir þá ætti að vera hægt að vera með æfingu, og þegar svo næsti hópur kæmi á æfingu þyrfti að vera búið að sótthreinsa alla bolta og slíkt. Einnig þarf að sjá til þess að það sé ekki blöndun á milli hópa,“ segir Líney. Eins og fyrr segir skýrist það þó vonandi betur í dag hvaða takmarkanir munu gilda um æfingar íþróttaliða. Hertar aðgerðir taka gildi í hádeginu á morgun. Í kvöld stendur til að leika fótbolta, meðal annars í Mjólkurbikar karla. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26 Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10 Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. ÍSÍ bíður eftir endanlegri yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu og Líney kveðst vonast til að geta sent út upplýsingar til íþróttahreyfingarinnar seinna í dag. Á blaðamannafundi heilbrigðisráðuneytisins í dag kom fram að tveggja metra reglan tæki aftur gildi, fjöldatakmörk yrðu lækkuð í 100 manns, og að mælst væri til þess að íþróttaviðburðum yrði frestað til 10. ágúst. „Það kom nú ansi margt fram í fréttatilkynningunni eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Þar er lögð línan sem við þurfum nú að sjá hvernig hægt er að máta íþróttahreyfinguna inn í. Þetta eru ansi miklar takmarkanir,“ segir Líney við Vísi í dag. „Það þarf í það minnsta að vera hægt að sótthreinsa áhöld á milli æfinga, og viðhalda tveggja metra reglunni eins og hægt er. Það er kannski erfitt í ákveðnum greinum, til að mynda í júdó og ýmsum öðrum íþróttum sem þarf að sjá hvort hægt sé að viðhalda keppni fyrir fullorðna í,“ segir Líney, en reglurnar gilda ekki um yngri iðkendur. Á meðan að Líney bíður eftir frekari upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu kveðst hún þó gera ráð fyrir að æfingar geti að miklu leyti farið fram með sama hætti og síðustu vikur, að minnsta kosti í fótbolta. „Ég myndi halda það, miðað við upplýsingarnar sem ég er með núna. Ef að við erum með hundrað manna takmarkanir þá ætti að vera hægt að vera með æfingu, og þegar svo næsti hópur kæmi á æfingu þyrfti að vera búið að sótthreinsa alla bolta og slíkt. Einnig þarf að sjá til þess að það sé ekki blöndun á milli hópa,“ segir Líney. Eins og fyrr segir skýrist það þó vonandi betur í dag hvaða takmarkanir munu gilda um æfingar íþróttaliða. Hertar aðgerðir taka gildi í hádeginu á morgun. Í kvöld stendur til að leika fótbolta, meðal annars í Mjólkurbikar karla.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26 Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10 Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26
Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10
Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39
Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21