Telur knattspyrnulið áfram geta æft Sindri Sverrisson skrifar 30. júlí 2020 14:07 Skipulagðar æfingar lágu niðri um hríð í vor vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/BÁRA Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. ÍSÍ bíður eftir endanlegri yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu og Líney kveðst vonast til að geta sent út upplýsingar til íþróttahreyfingarinnar seinna í dag. Á blaðamannafundi heilbrigðisráðuneytisins í dag kom fram að tveggja metra reglan tæki aftur gildi, fjöldatakmörk yrðu lækkuð í 100 manns, og að mælst væri til þess að íþróttaviðburðum yrði frestað til 10. ágúst. „Það kom nú ansi margt fram í fréttatilkynningunni eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Þar er lögð línan sem við þurfum nú að sjá hvernig hægt er að máta íþróttahreyfinguna inn í. Þetta eru ansi miklar takmarkanir,“ segir Líney við Vísi í dag. „Það þarf í það minnsta að vera hægt að sótthreinsa áhöld á milli æfinga, og viðhalda tveggja metra reglunni eins og hægt er. Það er kannski erfitt í ákveðnum greinum, til að mynda í júdó og ýmsum öðrum íþróttum sem þarf að sjá hvort hægt sé að viðhalda keppni fyrir fullorðna í,“ segir Líney, en reglurnar gilda ekki um yngri iðkendur. Á meðan að Líney bíður eftir frekari upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu kveðst hún þó gera ráð fyrir að æfingar geti að miklu leyti farið fram með sama hætti og síðustu vikur, að minnsta kosti í fótbolta. „Ég myndi halda það, miðað við upplýsingarnar sem ég er með núna. Ef að við erum með hundrað manna takmarkanir þá ætti að vera hægt að vera með æfingu, og þegar svo næsti hópur kæmi á æfingu þyrfti að vera búið að sótthreinsa alla bolta og slíkt. Einnig þarf að sjá til þess að það sé ekki blöndun á milli hópa,“ segir Líney. Eins og fyrr segir skýrist það þó vonandi betur í dag hvaða takmarkanir munu gilda um æfingar íþróttaliða. Hertar aðgerðir taka gildi í hádeginu á morgun. Í kvöld stendur til að leika fótbolta, meðal annars í Mjólkurbikar karla. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26 Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10 Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. ÍSÍ bíður eftir endanlegri yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu og Líney kveðst vonast til að geta sent út upplýsingar til íþróttahreyfingarinnar seinna í dag. Á blaðamannafundi heilbrigðisráðuneytisins í dag kom fram að tveggja metra reglan tæki aftur gildi, fjöldatakmörk yrðu lækkuð í 100 manns, og að mælst væri til þess að íþróttaviðburðum yrði frestað til 10. ágúst. „Það kom nú ansi margt fram í fréttatilkynningunni eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Þar er lögð línan sem við þurfum nú að sjá hvernig hægt er að máta íþróttahreyfinguna inn í. Þetta eru ansi miklar takmarkanir,“ segir Líney við Vísi í dag. „Það þarf í það minnsta að vera hægt að sótthreinsa áhöld á milli æfinga, og viðhalda tveggja metra reglunni eins og hægt er. Það er kannski erfitt í ákveðnum greinum, til að mynda í júdó og ýmsum öðrum íþróttum sem þarf að sjá hvort hægt sé að viðhalda keppni fyrir fullorðna í,“ segir Líney, en reglurnar gilda ekki um yngri iðkendur. Á meðan að Líney bíður eftir frekari upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu kveðst hún þó gera ráð fyrir að æfingar geti að miklu leyti farið fram með sama hætti og síðustu vikur, að minnsta kosti í fótbolta. „Ég myndi halda það, miðað við upplýsingarnar sem ég er með núna. Ef að við erum með hundrað manna takmarkanir þá ætti að vera hægt að vera með æfingu, og þegar svo næsti hópur kæmi á æfingu þyrfti að vera búið að sótthreinsa alla bolta og slíkt. Einnig þarf að sjá til þess að það sé ekki blöndun á milli hópa,“ segir Líney. Eins og fyrr segir skýrist það þó vonandi betur í dag hvaða takmarkanir munu gilda um æfingar íþróttaliða. Hertar aðgerðir taka gildi í hádeginu á morgun. Í kvöld stendur til að leika fótbolta, meðal annars í Mjólkurbikar karla.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26 Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10 Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39 Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26
Algjör óvissa um Íslandsmótið í golfi - „Búið að gera miklar ráðstafanir“ „Auðvitað förum við bara eftir þeim tilmælum sem okkur eru veitt,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Íslandsmótið í golfi átti að fara fram 6.-9. ágúst en nú ríkir algjör óvissa um mótið. 30. júlí 2020 12:10
Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. 30. júlí 2020 11:39
Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21