Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Sindri Sverrisson skrifar 30. júlí 2020 11:39 Stjörnumenn áttu að spila sjö deildarleiki í ágúst en ljóst er að það gengur ekki upp verði tilmælum fylgt. VÍSIR/HAG Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. „Þetta eru reglur sem taka gildi í hádeginu á morgun,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og því ættu leikir í Mjólkurbikar karla, 2. og 3. deild, sem fara áttu fram í kvöld að verða leiknir. Bikarleikur Vals og ÍA átti að fara fram á morgun, auk leikja í neðri deildum, og eftir verslunarmannahelgi var mikill fjöldi leikja á dagskrá í öllum deildum sem nú virðist þurfa að fresta. Varðandi Covid-19 mál, framhald móta og annað. Það er að mörgu að hyggja og margt að skoða. KSÍ er í sambandi við hagsmunaaðila. Ákvarðanir teknar og gefnar út eins fljótt og hægt er.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 30, 2020 „Við eigum eftir að fara betur yfir stöðuna og skoða hvað þetta þýðir fyrir okkur. Við reynum að meta þetta eins vel og við getum og svo verða teknar þær ákvarðanir sem þarf að taka,“ segir Klara, sem var eins og flestir aðrir nýbúin að fá fréttirnar um tilmæli heilbrigðisráðherra. Hún vildi ekki fullyrða að orðið yrði við tilmælunum um frestun allra leikja fullorðinna þar til í fyrsta lagi 10. ágúst. „Ég tek ekki ákvörðun um það ein og sér, og mótanefnd þarf að fara yfir málið.“ Svigrúm til frestana er ekki mikið, sérstaklega í tólf liða Pepsi Max-deild karla. Þar stendur til að spila fram til 31. október en lið Stjörnunnar, sem fyrr í sumar fór í tveggja vikna sóttkví, átti til að mynda að spila sjö deildarleiki í ágúst. KSÍ Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. „Þetta eru reglur sem taka gildi í hádeginu á morgun,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og því ættu leikir í Mjólkurbikar karla, 2. og 3. deild, sem fara áttu fram í kvöld að verða leiknir. Bikarleikur Vals og ÍA átti að fara fram á morgun, auk leikja í neðri deildum, og eftir verslunarmannahelgi var mikill fjöldi leikja á dagskrá í öllum deildum sem nú virðist þurfa að fresta. Varðandi Covid-19 mál, framhald móta og annað. Það er að mörgu að hyggja og margt að skoða. KSÍ er í sambandi við hagsmunaaðila. Ákvarðanir teknar og gefnar út eins fljótt og hægt er.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 30, 2020 „Við eigum eftir að fara betur yfir stöðuna og skoða hvað þetta þýðir fyrir okkur. Við reynum að meta þetta eins vel og við getum og svo verða teknar þær ákvarðanir sem þarf að taka,“ segir Klara, sem var eins og flestir aðrir nýbúin að fá fréttirnar um tilmæli heilbrigðisráðherra. Hún vildi ekki fullyrða að orðið yrði við tilmælunum um frestun allra leikja fullorðinna þar til í fyrsta lagi 10. ágúst. „Ég tek ekki ákvörðun um það ein og sér, og mótanefnd þarf að fara yfir málið.“ Svigrúm til frestana er ekki mikið, sérstaklega í tólf liða Pepsi Max-deild karla. Þar stendur til að spila fram til 31. október en lið Stjörnunnar, sem fyrr í sumar fór í tveggja vikna sóttkví, átti til að mynda að spila sjö deildarleiki í ágúst.
KSÍ Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Vilja að öllum kappleikjum verði frestað um viku Víðir Reynisson sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar og sóttvarnayfirvalda að fresta ætti öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku. 30. júlí 2020 11:21