Erlent

Bein útsending: Perseverance skotið af stað til Mars

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldflaug United Launch Alliance á skotpalli í Flórída.
Eldflaug United Launch Alliance á skotpalli í Flórída. AP/John Raoux

Uppfært: Geimskotið virðist hafa heppnast vel og er Perseverance á braut um jörðu. Næsta skref er að koma því á leið til Mars. Samkvæmt áætlun á að lenda vélmenninu á plánetunni þann 18. febrúar.

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og United Launch Alliance ætla að skjóta vélmenninu Perseverance af stað til Mars í dag. Þar verður vélmennið notað til að framkvæma ýmsar tilraunir á næstu árum. Meðal annars stendur til að fljúga fyrstu þyrlunni á annarri plánetu og leita ummerkja lífs á botni gígs þar sem stöðuvatn var að finna fyrir milljörðum ára.

Perseverance verður einnig notað til að undirbúa mannaðar ferðir til Mars í framtíðinni.

NASA segir Perseverance vera mun háþróaðra en önnur geimför sem hafi verið send til Mars. Vísindamennirnir og verkfræðingarnir sem þróuðu og byggðu farið byggðu á þeim lærdómi sem NASA hefur lært af því að senda fjölda annarra vélmenna til mars.

Hér má lesa frekar um tækjabúnað vélmennisins og verkefni þess.

Sýnt verður frá geimskotinu í beinni útsendingu. Útsendingin hófst klukkan ellefu og stendur til að skjóta geimflauginni á loft klukkan 11:50.

Miðað við síðustu fregnir frá NASA er staðan góð fyrir geimskotið og eru verulega litlar líkur á því að geimskotinu verði frestað vegna veðurs.

Perseverance á að lenda á Mars þann 18. febrúar.


Tengdar fréttir

Furstadæmin á leið til Mars í fyrsta sinn

Geimferðastofnun Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur sett stefnuna á rauðu plánetuna Mars en könnunarhnettinum Hope var skotið á loft japönsku geimstöðinni Tanegashima í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×