Gefa lítið fyrir meinta heimþrá: „Skil ekki hvernig hægt er að sakna Danmerkur svona mikið“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 10:00 Danirnir Tobias Thomsen og Rasmus Christiansen í glímu. VÍSIR/DANÍEL „Er þetta ekki meira það að hann er óánægður með að hafa ekki spilað meira? Þetta er svo sem bara það,“ segir Davíð Þór Viðarsson um meinta heimþrá Danans Tobias Thomsen, leikmanns Íslandsmeistara KR. Thomsen lýsti því yfir í viðtali við bold.dk að hann vildi komast heim og hefði rætt við félög í dönsku 1. deildinni. Hann hyggst flytja til Danmerkur með íslenskri kærustu sinni og vill helst gera það í ágúst, áður en nýtt tímabil hefst í Danmörku, en samningur hans við KR gildir fram í október. Thomsen hefur spilað á Íslandi frá árinu 2017 og orðið Íslandsmeistari með Val og KR. „Ef hann vill fara og þeir geta fundið einhvern annan í staðinn þá hugsa ég, eins og Rúnar [Kristinsson, þjálfari KR] segir, að þeir leyfi honum eflaust að fara,“ segir Davíð í Pepsi Max stúkunni sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær. Thomsen var í byrjunarliði KR í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins í Pepsi Max-deildinni en hefur svo komið inn á sem varamaður í fjórum leikjum. Reynir Leósson benti á að Kristján Flóki Finnbogason hefði einfaldlega „ýtt honum“ út úr byrjunarliðinu. „Ef Tobias er að fara þá verður KR að líta eitthvað í kringum sig. Þeir geta ekki bara verið með Kristján Flóka. Ég þekki nú ekki Kristján Flóka mikið en ég held að hann þurfi á því að halda að það sé einhver að setja pressu á hann,“ segir Guðmundur Benediktsson. „Bjöggi Stef er enn þá meiddur, er það ekki, og ekkert vitað hvenær hann kemur til baka. Ef að þeir ætla að leyfa honum [Thomsen] að fara þá þurfa þeir að vera með einhvern kláran. Ég held að það sé engin spurning. Talandi um þessa heimþrá þá skil ég ekki hvernig hægt er að sakna Danmerkur svona mikið,“ segir Davíð léttur en hann var leikmaður Vejle í Danmörku frá 2012-2013. Klippa: Pepsi Max stúkan - Tobias Thomsen með heimþrá Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Danski boltinn Tengdar fréttir Thomsen vill fara frá KR - Reiknar með að lækka í launum Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. 26. júlí 2020 10:00 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
„Er þetta ekki meira það að hann er óánægður með að hafa ekki spilað meira? Þetta er svo sem bara það,“ segir Davíð Þór Viðarsson um meinta heimþrá Danans Tobias Thomsen, leikmanns Íslandsmeistara KR. Thomsen lýsti því yfir í viðtali við bold.dk að hann vildi komast heim og hefði rætt við félög í dönsku 1. deildinni. Hann hyggst flytja til Danmerkur með íslenskri kærustu sinni og vill helst gera það í ágúst, áður en nýtt tímabil hefst í Danmörku, en samningur hans við KR gildir fram í október. Thomsen hefur spilað á Íslandi frá árinu 2017 og orðið Íslandsmeistari með Val og KR. „Ef hann vill fara og þeir geta fundið einhvern annan í staðinn þá hugsa ég, eins og Rúnar [Kristinsson, þjálfari KR] segir, að þeir leyfi honum eflaust að fara,“ segir Davíð í Pepsi Max stúkunni sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær. Thomsen var í byrjunarliði KR í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins í Pepsi Max-deildinni en hefur svo komið inn á sem varamaður í fjórum leikjum. Reynir Leósson benti á að Kristján Flóki Finnbogason hefði einfaldlega „ýtt honum“ út úr byrjunarliðinu. „Ef Tobias er að fara þá verður KR að líta eitthvað í kringum sig. Þeir geta ekki bara verið með Kristján Flóka. Ég þekki nú ekki Kristján Flóka mikið en ég held að hann þurfi á því að halda að það sé einhver að setja pressu á hann,“ segir Guðmundur Benediktsson. „Bjöggi Stef er enn þá meiddur, er það ekki, og ekkert vitað hvenær hann kemur til baka. Ef að þeir ætla að leyfa honum [Thomsen] að fara þá þurfa þeir að vera með einhvern kláran. Ég held að það sé engin spurning. Talandi um þessa heimþrá þá skil ég ekki hvernig hægt er að sakna Danmerkur svona mikið,“ segir Davíð léttur en hann var leikmaður Vejle í Danmörku frá 2012-2013. Klippa: Pepsi Max stúkan - Tobias Thomsen með heimþrá
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Danski boltinn Tengdar fréttir Thomsen vill fara frá KR - Reiknar með að lækka í launum Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. 26. júlí 2020 10:00 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Thomsen vill fara frá KR - Reiknar með að lækka í launum Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. 26. júlí 2020 10:00