Mælir áfram með lyfi sem sérfræðingar hans vara við Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2020 06:57 Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við spurningum á fundinum í gær. getty/Alex Wong Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að mæla með notkun fólks á lyfinu hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni. Ekkert bendir hins vegar til þess að lyfið geri gagn, þvert á móti eru vísbendingar um að notkun þess valdi hjartatruflunum, og sérfræðingar sem leiðbeina ríkisstjórn Trump hafa varað við noktun lyfsins. Sonur forsetans var í gær ávíttur af Twitter og Facebook fyrir að dreifa fullyrðingum um ágæti lyfsins, sem samfélagsmiðlarnir telja til hættulegs áróðurs. Spurður út í það á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi sagðist forsetinn enn vera þeirrar skoðunar að lyfið gæti gert gagn. Hann vildi jafnframt meina að ástæða þess að læknar og heilbrigðisyfirvöld mæli gegn notkun lyfsins sé sú að Trump hafi mælt með því. „Frá mínum bæjardyrum séð get ég aðeins sagt, eftir að lesið mig til og öðlast hellings þekkingu, þá held ég að þetta geti hafa mjög jákvæð áhrif á fyrstu stigum [veikinda]“ sagði Trump við blaðamenn í gær. „Ég tel þig ekki tapa neinu á því að taka lyfið, nema kannski pólitískum vinsældum.“ Ósammála eigin ráðgjöfum Lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna varaði þó við notkun hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni í síðasta mánuði, eftir tilkynningar um „alvarlega hjartsláttartruflanir“ og önnur heilsufarsvandamál. Stofnun hefur jafnframt afnumið neyðarheimild sem innleidd var til að heimila notkun lyfsins í baráttunni við covid-19. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að „sem stendur séu engar sannanir“ fyrir því að hydroxychloroquine lækni eða komi í veg fyrir kórónuveirusmit. Á fyrrnefndum fundi undraðist Trump einnig mjög hvers vegna helstu sérfræðingar yfirvalda í baráttunni gegn faraldrinum, Doktor Fauci og Doktor Birx, væru eins vinsæl og raun ber vitni um, en hann ekki. „Ætli það hafi ekki eitthvað með persónuleika minn að gera.“ Forsetinn hefur á síðustu dögum deilt tístum þar sem Fauci er gagnrýndur en á fundi gærdagsins sagði hann að samband þeirra sé með ágætum. „Okkur kemur vel saman,“ sagði Trump. Fyrr um daginn hafði Fauci sagt að hydroxychloroquine væri ekki viðunandi meðferð við covid-19. Rúmlega 4,4 milljón kórónuveirusmit hafa greinst í Bandaríkjunum og næstum 150 þúsund hafa þar látið lífið vegna veirunnar. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19 Fresta sýningu þáttar þar sem Fauci er sakaður um að þróa kórónuveiruna 26. júlí 2020 08:01 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að mæla með notkun fólks á lyfinu hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni. Ekkert bendir hins vegar til þess að lyfið geri gagn, þvert á móti eru vísbendingar um að notkun þess valdi hjartatruflunum, og sérfræðingar sem leiðbeina ríkisstjórn Trump hafa varað við noktun lyfsins. Sonur forsetans var í gær ávíttur af Twitter og Facebook fyrir að dreifa fullyrðingum um ágæti lyfsins, sem samfélagsmiðlarnir telja til hættulegs áróðurs. Spurður út í það á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi sagðist forsetinn enn vera þeirrar skoðunar að lyfið gæti gert gagn. Hann vildi jafnframt meina að ástæða þess að læknar og heilbrigðisyfirvöld mæli gegn notkun lyfsins sé sú að Trump hafi mælt með því. „Frá mínum bæjardyrum séð get ég aðeins sagt, eftir að lesið mig til og öðlast hellings þekkingu, þá held ég að þetta geti hafa mjög jákvæð áhrif á fyrstu stigum [veikinda]“ sagði Trump við blaðamenn í gær. „Ég tel þig ekki tapa neinu á því að taka lyfið, nema kannski pólitískum vinsældum.“ Ósammála eigin ráðgjöfum Lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna varaði þó við notkun hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni í síðasta mánuði, eftir tilkynningar um „alvarlega hjartsláttartruflanir“ og önnur heilsufarsvandamál. Stofnun hefur jafnframt afnumið neyðarheimild sem innleidd var til að heimila notkun lyfsins í baráttunni við covid-19. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að „sem stendur séu engar sannanir“ fyrir því að hydroxychloroquine lækni eða komi í veg fyrir kórónuveirusmit. Á fyrrnefndum fundi undraðist Trump einnig mjög hvers vegna helstu sérfræðingar yfirvalda í baráttunni gegn faraldrinum, Doktor Fauci og Doktor Birx, væru eins vinsæl og raun ber vitni um, en hann ekki. „Ætli það hafi ekki eitthvað með persónuleika minn að gera.“ Forsetinn hefur á síðustu dögum deilt tístum þar sem Fauci er gagnrýndur en á fundi gærdagsins sagði hann að samband þeirra sé með ágætum. „Okkur kemur vel saman,“ sagði Trump. Fyrr um daginn hafði Fauci sagt að hydroxychloroquine væri ekki viðunandi meðferð við covid-19. Rúmlega 4,4 milljón kórónuveirusmit hafa greinst í Bandaríkjunum og næstum 150 þúsund hafa þar látið lífið vegna veirunnar.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19 Fresta sýningu þáttar þar sem Fauci er sakaður um að þróa kórónuveiruna 26. júlí 2020 08:01 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19