Yfirvöld í Þýskalandi áhyggjufull vegna fjölgunar smita Sylvía Hall skrifar 28. júlí 2020 21:14 Lothar Wieler, yfirmaður Robert Koch stofnunarinnar, segir of snemmt að segja til um hvort fjölgunin sé upphafið að annari bylgju. Vísir/Getty Lothar Wieler, yfirmaður Robert Koch smitsjúkdómastofnunarinnar, minnti Þjóðverja á að heimurinn væri í miðjum heimsfaraldri sem væri að þróast mjög hratt. Á blaðamannafundi í dag sagði hann Þjóðverja hafa orðið kærulausa og hvatti fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri. Undanfarna viku hafa 3.611 smit verið staðfest í Þýskalandi og sagði Wieler mögulegt að önnur bylgja væri að hefjast. Í fyrsta sinn hvatti hann fólk til þess að nota andlitsgrímur ef það sæi sér ekki fært að viðhalda minnst 1,5 metra fjarlægð og ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna. Hann sagðist þó vera bjartsýnn að landsmenn tækju höndum saman og myndu gera sitt besta í baráttunni við veiruna. „Ég er bjartsýnn á að ef við fylgjum hreinlætisreglum getum við komið í veg fyrir [aðra bylgju], það er undir okkur komið,“ sagði Wieler. Á mánudag tilkynntu yfirvöld þar í landi að hyggðust skima alla á landamærunum sem koma frá svokölluðum áhættulöndum. Skimunin verður gjaldfrjáls en skylda fyrir ferðalanga frá löndum á borð við Brasilíu, Tyrkland og Bandaríkin. Á vef BBC kemur fram að rúmlega 200 þúsund hafa greinst með veiruna í Þýskalandi og hafa 9.122 látist. Það sé mun lægri tala en í mörgum öðrum Evrópuríkjum en smitum hafi farið fjölgandi undanfarna daga og eru nú um 557 daglega. Í júnímánuði voru þau um 350. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Yfirmaður sóttvarna í Kína sprautaði sig með tilraunamótefni Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína, CCDC, segist hafa verið sprautaður af tilraunamótefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 28. júlí 2020 08:48 Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Lothar Wieler, yfirmaður Robert Koch smitsjúkdómastofnunarinnar, minnti Þjóðverja á að heimurinn væri í miðjum heimsfaraldri sem væri að þróast mjög hratt. Á blaðamannafundi í dag sagði hann Þjóðverja hafa orðið kærulausa og hvatti fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri. Undanfarna viku hafa 3.611 smit verið staðfest í Þýskalandi og sagði Wieler mögulegt að önnur bylgja væri að hefjast. Í fyrsta sinn hvatti hann fólk til þess að nota andlitsgrímur ef það sæi sér ekki fært að viðhalda minnst 1,5 metra fjarlægð og ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna. Hann sagðist þó vera bjartsýnn að landsmenn tækju höndum saman og myndu gera sitt besta í baráttunni við veiruna. „Ég er bjartsýnn á að ef við fylgjum hreinlætisreglum getum við komið í veg fyrir [aðra bylgju], það er undir okkur komið,“ sagði Wieler. Á mánudag tilkynntu yfirvöld þar í landi að hyggðust skima alla á landamærunum sem koma frá svokölluðum áhættulöndum. Skimunin verður gjaldfrjáls en skylda fyrir ferðalanga frá löndum á borð við Brasilíu, Tyrkland og Bandaríkin. Á vef BBC kemur fram að rúmlega 200 þúsund hafa greinst með veiruna í Þýskalandi og hafa 9.122 látist. Það sé mun lægri tala en í mörgum öðrum Evrópuríkjum en smitum hafi farið fjölgandi undanfarna daga og eru nú um 557 daglega. Í júnímánuði voru þau um 350.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Yfirmaður sóttvarna í Kína sprautaði sig með tilraunamótefni Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína, CCDC, segist hafa verið sprautaður af tilraunamótefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 28. júlí 2020 08:48 Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sjá meira
Yfirmaður sóttvarna í Kína sprautaði sig með tilraunamótefni Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína, CCDC, segist hafa verið sprautaður af tilraunamótefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 28. júlí 2020 08:48
Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39