Íslenski boltinn

Steve Dagskrá í Árbænum: Skátafortíðin rædd á Blásteini

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri reynir að meðtaka að Vilhjálmur hafi verið í skátunum.
Andri reynir að meðtaka að Vilhjálmur hafi verið í skátunum. vísir/stöð 2 sport

Þriðji þáttur Steve Dagskrá verður sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld. Þátturinn hefst strax eftir Pepsi Max Stúkuna klukkan 22:35.

Þeir Vilhjálmur Freyr Hallsson og Andri Geir Gunnarsson skelltu sér á Würth-völlinn í Árbænum og sáu Fylki taka á móti Íslandsmeisturum KR.

Til að hita upp fyrir leikinn fóru strákarnir á Blástein. Þar ljóstraði Vilhjálmur upp um fortíð sína í skátunum sem Andri hafði ekki hugmynd um.

Vilhjálmur sagði Andra m.a. frá fyrsta skátafundinum sínum og skátaforingja með sérstakt viðurnefni.

Innslagið úr Steve Dagskrá má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Steve Dagskrá í Árbænum


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.