Íslenski boltinn

Steve Dagskrá í Árbænum: Skátafortíðin rædd á Blásteini

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri reynir að meðtaka að Vilhjálmur hafi verið í skátunum.
Andri reynir að meðtaka að Vilhjálmur hafi verið í skátunum. vísir/stöð 2 sport

Þriðji þáttur Steve Dagskrá verður sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld. Þátturinn hefst strax eftir Pepsi Max Stúkuna klukkan 22:35.

Þeir Vilhjálmur Freyr Hallsson og Andri Geir Gunnarsson skelltu sér á Würth-völlinn í Árbænum og sáu Fylki taka á móti Íslandsmeisturum KR.

Til að hita upp fyrir leikinn fóru strákarnir á Blástein. Þar ljóstraði Vilhjálmur upp um fortíð sína í skátunum sem Andri hafði ekki hugmynd um.

Vilhjálmur sagði Andra m.a. frá fyrsta skátafundinum sínum og skátaforingja með sérstakt viðurnefni.

Innslagið úr Steve Dagskrá má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Steve Dagskrá í Árbænum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×