Leið eins og það væri stríðsástand og flúði til Íslands Eiður Þór Árnason skrifar 14. mars 2020 22:48 Ingibjörg Sólrún var stödd í Varsjá þegar fréttir bárust af því að pólska ríkisstjórnin hygðist að loka landamærunum með stuttum fyrirvara. Vísir/Andri Marinó Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, leist ekki á blikuna þegar útlit var fyrir að hún yrði föst í Póllandi. Ingibjörg, sem er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, var skipuð framkvæmdarstjóri stofnunarinnar um mitt ár 2017 og hefur síðan þá haft aðsetur í höfuðborginni Varsjá. Ákvörðun Dana jók pressuna Þar var hún stödd heima hjá sér í gærkvöldi þegar fréttir bárust af því að pólska ríkisstjórnin hygðist að loka landamærunum með stuttum fyrirvara til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ekki bætti úr skák þegar yfirlýsing barst um það frá dönskum stjórnvöldum að Danmörku yrði sömuleiðis lokað fyrir erlendum ríkisborgurum. „Ég var sem sagt í þann mund að verða innlyksa í Póllandi og engin leið að vita hversu lengi það myndi vara,“ segir Ingibjörg í færslu á Facebook þar sem hún greinir frá reynslu sinni. Upphófst kapphlaup við tímann þar sem Ingibjörg þurfti að hafa snör handtök og leitaði hún að undankomuleið ásamt tveimur öðrum Íslendingum sem starfa hjá Lýðræðis- og mannréttindastofnuninni. Leið eins og það væri stríðsástand „Ég henti úr ísskápnum, pakkaði niður því nauðsynlegasta og lagði í hann. Mér leið eins og það væri stríðsástand.“ Með naumindum náðu þær að bóka sig í flug til Kaupmannahafnar klukkan sex í morgun og síðan í annað flug áfram til Íslands tveimur tímum síðar. Þar mátti ekki miklu muna þar sem dönsku landamærunum var lokað á hádegi í dag og lögðust þar með nær allar flugsamgöngur niður. Innan við sólarhring eftir að hún frétti fyrst af fyrirhuguðum samgöngutakmörkunum pólskra stjórnvalda var Ingibjörg hólpin og komin á heimaslóðir. „Nú er ég komin heim, nýt þess að anda að mér fersku Vesturbæjarloftinu og vona að þetta ástand vari ekki lengi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30 Ráðleggja Íslendingum í Póllandi að aka til Þýskalands Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu til þeirra Íslendinga sem eru í Póllandi og vilja komast frá landinu. 14. mars 2020 16:51 Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, leist ekki á blikuna þegar útlit var fyrir að hún yrði föst í Póllandi. Ingibjörg, sem er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, var skipuð framkvæmdarstjóri stofnunarinnar um mitt ár 2017 og hefur síðan þá haft aðsetur í höfuðborginni Varsjá. Ákvörðun Dana jók pressuna Þar var hún stödd heima hjá sér í gærkvöldi þegar fréttir bárust af því að pólska ríkisstjórnin hygðist að loka landamærunum með stuttum fyrirvara til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ekki bætti úr skák þegar yfirlýsing barst um það frá dönskum stjórnvöldum að Danmörku yrði sömuleiðis lokað fyrir erlendum ríkisborgurum. „Ég var sem sagt í þann mund að verða innlyksa í Póllandi og engin leið að vita hversu lengi það myndi vara,“ segir Ingibjörg í færslu á Facebook þar sem hún greinir frá reynslu sinni. Upphófst kapphlaup við tímann þar sem Ingibjörg þurfti að hafa snör handtök og leitaði hún að undankomuleið ásamt tveimur öðrum Íslendingum sem starfa hjá Lýðræðis- og mannréttindastofnuninni. Leið eins og það væri stríðsástand „Ég henti úr ísskápnum, pakkaði niður því nauðsynlegasta og lagði í hann. Mér leið eins og það væri stríðsástand.“ Með naumindum náðu þær að bóka sig í flug til Kaupmannahafnar klukkan sex í morgun og síðan í annað flug áfram til Íslands tveimur tímum síðar. Þar mátti ekki miklu muna þar sem dönsku landamærunum var lokað á hádegi í dag og lögðust þar með nær allar flugsamgöngur niður. Innan við sólarhring eftir að hún frétti fyrst af fyrirhuguðum samgöngutakmörkunum pólskra stjórnvalda var Ingibjörg hólpin og komin á heimaslóðir. „Nú er ég komin heim, nýt þess að anda að mér fersku Vesturbæjarloftinu og vona að þetta ástand vari ekki lengi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30 Ráðleggja Íslendingum í Póllandi að aka til Þýskalands Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu til þeirra Íslendinga sem eru í Póllandi og vilja komast frá landinu. 14. mars 2020 16:51 Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30
Ráðleggja Íslendingum í Póllandi að aka til Þýskalands Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu til þeirra Íslendinga sem eru í Póllandi og vilja komast frá landinu. 14. mars 2020 16:51
Pólverjar loka landamærum sínum Yfirvöld í Póllandi hafa ákveðið að meina öllum erlendum farþegum aðgang að landinu næstu tíu daga frá og með næstkomandi sunnudegi. 13. mars 2020 19:29