Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2020 19:30 Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun. Íslendingur sem staddur er í Póllandi reynir nú að koma sér yfir landamærin til lands þar sem hægt er að komast í alþjóðlegt flug. Yfirvöld í Póllandi ákváðu í gær að loka landamærum sínum næstu tíu daga frá og með morgundeginum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ágúst Ívar Vilhjálmsson er staddur á ferðalagi með fjölskyldu sinni í pólsku borginni Bydgoszcz og segir ástandið skrítið. „Allar búðir eru lokaðar. Matvöruverslanir eru opnar, apótek eru opin en þar er hleypt inn i hollum. Tveir til þrír fara inn í einu og aðrir bíða fyrir utan,“ sagði Ágúst Ívar Vilhjálmsson. Hann segir að ákvörðun pólskra yfirvalda um ferðabann hafi komið á óvart. „Ég reiknaði ekki með því að þeir myndu fara í svona mikla aðgerð strax enda voru staðfest smit bara rétt að skríða yfir 60 í gærkvöldi,“ sagði Ágúst. Eins og fyrr segir tekur ferðabannið gildi á morgun. Ágúst segir þann frest mjög stuttan, sérstaklega fyrir ferðamenn. „Við erum búin að hafa samband við utanríkisráðuneytið og þeir mæla með því að koma okkur yfir í annað land og komast heim þannig. Ég eyddi góðum tíma í gær að leita að flugi héðan en það bara seldist allt upp og ekkert í boði sem við gátum náð, við gátum ekki hoppað strax í næstu vél. Nú ætlum við að skoða að koma okkur annað og skoða í raun hvað er best á þessum tíma,“ sagði Ágúst. Ágúst er í sambandi við aðra Íslendinga á svæðinu varðandi næstu skref. Hann segir að fjörtíu manna hópur sé staddur í Gdanks. „Ég hef heyrt að einhverjir séu lagðir af stað yfir til Þýskalands og ætla að komast til Berlínar og þaðan heim. Ætli við endum ekki þannig líka, það kemur bara í ljós á næstu tímum. Við verðum bara að vinna í þessu í dag,“ sagði Ágúst. Fjöldi Íslendinga er alla jafna staddur í Póllandi. Auk þess sem fjöldi Pólverja er búsettur hérlendis. Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vilja komast frá Póllandi að fara landleiðina akandi yfir landamærin til Þýskalands eða annarra langa þar sem hægt er að komast áfram í alþjóplegt flug í ljósi þess að flug- og lestarsamgöngur til og frá Póllandi munu liggja niðri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun. Íslendingur sem staddur er í Póllandi reynir nú að koma sér yfir landamærin til lands þar sem hægt er að komast í alþjóðlegt flug. Yfirvöld í Póllandi ákváðu í gær að loka landamærum sínum næstu tíu daga frá og með morgundeginum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ágúst Ívar Vilhjálmsson er staddur á ferðalagi með fjölskyldu sinni í pólsku borginni Bydgoszcz og segir ástandið skrítið. „Allar búðir eru lokaðar. Matvöruverslanir eru opnar, apótek eru opin en þar er hleypt inn i hollum. Tveir til þrír fara inn í einu og aðrir bíða fyrir utan,“ sagði Ágúst Ívar Vilhjálmsson. Hann segir að ákvörðun pólskra yfirvalda um ferðabann hafi komið á óvart. „Ég reiknaði ekki með því að þeir myndu fara í svona mikla aðgerð strax enda voru staðfest smit bara rétt að skríða yfir 60 í gærkvöldi,“ sagði Ágúst. Eins og fyrr segir tekur ferðabannið gildi á morgun. Ágúst segir þann frest mjög stuttan, sérstaklega fyrir ferðamenn. „Við erum búin að hafa samband við utanríkisráðuneytið og þeir mæla með því að koma okkur yfir í annað land og komast heim þannig. Ég eyddi góðum tíma í gær að leita að flugi héðan en það bara seldist allt upp og ekkert í boði sem við gátum náð, við gátum ekki hoppað strax í næstu vél. Nú ætlum við að skoða að koma okkur annað og skoða í raun hvað er best á þessum tíma,“ sagði Ágúst. Ágúst er í sambandi við aðra Íslendinga á svæðinu varðandi næstu skref. Hann segir að fjörtíu manna hópur sé staddur í Gdanks. „Ég hef heyrt að einhverjir séu lagðir af stað yfir til Þýskalands og ætla að komast til Berlínar og þaðan heim. Ætli við endum ekki þannig líka, það kemur bara í ljós á næstu tímum. Við verðum bara að vinna í þessu í dag,“ sagði Ágúst. Fjöldi Íslendinga er alla jafna staddur í Póllandi. Auk þess sem fjöldi Pólverja er búsettur hérlendis. Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vilja komast frá Póllandi að fara landleiðina akandi yfir landamærin til Þýskalands eða annarra langa þar sem hægt er að komast áfram í alþjóplegt flug í ljósi þess að flug- og lestarsamgöngur til og frá Póllandi munu liggja niðri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira