Erlent

Þrjú látin eftir að flugvél hrapaði á íbúðarhús

Andri Eysteinsson skrifar
Frá vettvangi í Wesel í dag.
Frá vettvangi í Wesel í dag. EPA/Sascha Steinbach

Þrjú eru látin eftir að lítil tveggja sæta flugvél hrapaði á íbúðarhúsnæði í þýska bænum Wesel.

BBC greinir frá því að rétt fyrir klukkan 15 að staðartíma hafi viðbragðsaðilar verið kallaðir til eftir að fregnir bárust af sprengingu og eldhnetti í byggingunni sem hýsir fimm íbúðir.

Lík þriggja fullorðinna aðila fundust á háalofti byggingarinnar og var barn flutt á sjúkradeild með minniháttar meiðsli en í miklu áfalli.

Haft er eftir lögregluforingjanum Peter Reuters að flugvélin hafi flogið af stað frá Marl-flugvelli og lent stuttlega í Wesel áður en að slysið varð. Ekki liggur fyrir hvers vegna atvikið varð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×