Jóhannes Karl átti bágt með að hemja sig og lét dómara heyra það Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 12:00 Jóhannes Karl Guðjónsson var líflegur á hliðarlínunni hjá ÍA í fyrrakvöld. MYND/STÖÐ 2 SPORT Skagamenn voru afar óánægðir með dómgæsluna í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í fótbolta á fimmtudag, ekki síst í aðdraganda markanna sem Stjarnan skoraði. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari liðsins taldi Eyjólf Héðinsson klárlega hafa brotið á Tryggva Hrafni Haraldssyni fyrir fyrsta markið, sem Eyjólfur skoraði einmitt. Farið var yfir umdeild atvik í leiknum í Pepsi Max-stúkunni í gær þar sem einnig mátti sjá Jóhannes Karl afar líflegan á hliðarlínunni. „Pétur! Hann bæði sparkar í hann og rífur í hann. Þetta er fáránlegt. Þið eruð alltaf að hvetja menn til að vera í einhverjum dýfum,“ kallaði Jóhannes Karl á Pétur Guðmundsson, sem var varadómari í leiknum, eftir meint brot Eyjólfs. „Það er mikið til í þessu,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Ef hann [Tryggvi] hefði bara farið niður á hnén hefði hann fengið aukaspyrnuna,“ sagði Hjörvar. Árni „ekki í ástandi til að verja“ skotið Í aðdraganda seinna marks Stjörnunnar töldu sérfræðingarnir ljóst að Árni Snær Ólafsson, markmaður ÍA, hefði spyrnt boltanum út fyrir hliðarlínu vegna meiðsla Alex Þórs Haukssonar. Alex skoraði svo strax eftir innkastið. „Það hefði verið erfitt fyrir hann að sparka eitthvert annað. En hefði hann ekki getað kallað á þann sem tók innkastið; „Heyrðu komdu með boltann, ég var að setja hann út af hérna fyrir ykkur“?“ spurði Hjörvar. „Þetta virkar á mig þannig, vegna þess að skotið frá Alex er ekki merkilegt, að Árni Snær sé ennþá að velta fyrir sér „af hverju erum við ekki komnir með boltann?“ Því það fyrsta sem hann gerir þegar boltinn fer í netið er að hann stekkur á fætur og rýkur í átt að Stjörnumönnunum. Hann er bara ekki í ástandi til að verja skot þarna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Jóhannes Karl trúði svo vart eigin augum þegar Skagamenn fengu ekki aukaspyrnu eftir það sem þjálfarinn taldi vera brot á Tryggva Hrafni við vítateig Stjörnunnar, og átti erfitt með að hemja sig eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Jói Kalli og atvik á Akranesi Pepsi Max-deild karla ÍA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eyjólfur: Sóttkvíin virðist hafa þjappað okkur enn meira saman Stjarnan vann ÍA 2-1 upp á Skaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. Stjarnan er á frábæru skriði og hefur ekki enn tapað leik. Annar af markaskorurum liðsins mætti í viðtal að leik loknum. 23. júlí 2020 20:50 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Skagamenn voru afar óánægðir með dómgæsluna í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í fótbolta á fimmtudag, ekki síst í aðdraganda markanna sem Stjarnan skoraði. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari liðsins taldi Eyjólf Héðinsson klárlega hafa brotið á Tryggva Hrafni Haraldssyni fyrir fyrsta markið, sem Eyjólfur skoraði einmitt. Farið var yfir umdeild atvik í leiknum í Pepsi Max-stúkunni í gær þar sem einnig mátti sjá Jóhannes Karl afar líflegan á hliðarlínunni. „Pétur! Hann bæði sparkar í hann og rífur í hann. Þetta er fáránlegt. Þið eruð alltaf að hvetja menn til að vera í einhverjum dýfum,“ kallaði Jóhannes Karl á Pétur Guðmundsson, sem var varadómari í leiknum, eftir meint brot Eyjólfs. „Það er mikið til í þessu,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Ef hann [Tryggvi] hefði bara farið niður á hnén hefði hann fengið aukaspyrnuna,“ sagði Hjörvar. Árni „ekki í ástandi til að verja“ skotið Í aðdraganda seinna marks Stjörnunnar töldu sérfræðingarnir ljóst að Árni Snær Ólafsson, markmaður ÍA, hefði spyrnt boltanum út fyrir hliðarlínu vegna meiðsla Alex Þórs Haukssonar. Alex skoraði svo strax eftir innkastið. „Það hefði verið erfitt fyrir hann að sparka eitthvert annað. En hefði hann ekki getað kallað á þann sem tók innkastið; „Heyrðu komdu með boltann, ég var að setja hann út af hérna fyrir ykkur“?“ spurði Hjörvar. „Þetta virkar á mig þannig, vegna þess að skotið frá Alex er ekki merkilegt, að Árni Snær sé ennþá að velta fyrir sér „af hverju erum við ekki komnir með boltann?“ Því það fyrsta sem hann gerir þegar boltinn fer í netið er að hann stekkur á fætur og rýkur í átt að Stjörnumönnunum. Hann er bara ekki í ástandi til að verja skot þarna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Jóhannes Karl trúði svo vart eigin augum þegar Skagamenn fengu ekki aukaspyrnu eftir það sem þjálfarinn taldi vera brot á Tryggva Hrafni við vítateig Stjörnunnar, og átti erfitt með að hemja sig eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Jói Kalli og atvik á Akranesi
Pepsi Max-deild karla ÍA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eyjólfur: Sóttkvíin virðist hafa þjappað okkur enn meira saman Stjarnan vann ÍA 2-1 upp á Skaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. Stjarnan er á frábæru skriði og hefur ekki enn tapað leik. Annar af markaskorurum liðsins mætti í viðtal að leik loknum. 23. júlí 2020 20:50 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Eyjólfur: Sóttkvíin virðist hafa þjappað okkur enn meira saman Stjarnan vann ÍA 2-1 upp á Skaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. Stjarnan er á frábæru skriði og hefur ekki enn tapað leik. Annar af markaskorurum liðsins mætti í viðtal að leik loknum. 23. júlí 2020 20:50
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30