Eggert Gunnþór segir spennandi tíma framundan hjá FH Runólfur Trausti Þórhallsson og Anton Ingi Leifsson skrifa 24. júlí 2020 19:15 Eggert Gunnþór ræddi við Anton Inga í Kaplakrika í dag. Mynd/Stöð 2 Sport Eggert Gunnþór Jónsson gekk í raðir FH fyrr í dag og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Anton Ingi Leifsson hitti kappann og ræddi við hann um komuna heim en Eggert Gunnþór hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2006. Hefur hann leikið í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta var búið að blunda í mér í svona eitt ár núna. Okkur fjölskylduna langaði að koma heim, vorum aðeins farin að skoða. Svo finnst mér bara spennandi tímar framundan hérna svo ég var mjög spenntur fyrir því að koma hingað,“ sagði Eggert Gunnþór um heimkomuna. FH hefur ekki átt góðu gengi að fagna í sumar en liðið er sem stendur í 7. sæti með 11 stig. Hafnfirðingar geta þó ekki nýtt krafta Eggerts fyrr en að félagaskiptaglugginn opnar að nýju. Hans fyrsti leikur verður að öllum líkindum 5. ágúst er liðið mætir Val. „FH er risa klúbbur. Þeir eru vanir að berjast um titla á hverju ári þó að síðustu þrjú ár sé mögulega eitthvað sem menn eru ekki sáttir við. Nýir þjálfarar að koma inn og vonandi að þeir komi með einhverja innspýtingu. Svo get ég kannski aðeins hjálpað til líka. Það var aðallega það – heildarpakkinn á þessu öllu – sem gerði þetta að mjög auðveldri ákvörðun,“ sagði Eggert vera ástæðu þess að hann hafi valið FH. Eggert Gunnþór hefur leyst bæði miðvörð og miðju í gegnum ferilinn. Hefur eitthvað verið rætt hvar hann muni spila með FH-liðinu? „Nei, ég er orðinn vanur því í gegnum minn feril að það er sama hvora stöðuna ég er hugsaður í. Ég hef spilað báðar svo það skiptir engu máli.“ Voru möguleikar að vera áfram úti? „Það voru það nefnilega, ég skoðaði það líka og hugsaði aðeins um það en okkur fjölskyldunni fannst flottur tími að koma heim núna. Fínt að koma heim á þessum aldri þegar maður hefur helling upp á að bjóða enn þá.“ Þá sagði Eggert að það hefðu verið lið frá öðrum löndum en Danmörku sem höfðu samband. Eggert var einnig spurður aðeins út í atvinnumannaferilinn þar sem hann lék til að mynda með Hearts, Wolverhampton Wanderers, Charlton Athletic, Belenenses, FC Vestsjælland, Fleetwood Town og svo SönderjyskE þar sem hann varð bikarmeistari á dögunum. „Ég er ekki búinn að hugsa það mikið út í það. Þetta hefur verið upp og niður, eins og það er alltaf. Ég átti mjög góð ár í Hearts í Skotlandi, leið mjög vel í Edinborg og er hálf skoskur í mér enn þá. Ég var líka lengst þar en þetta er ekki eitthvað sem ég hef hugsað of mikið um. Ég er ekki hættur sem fótboltamaður enn þá svo maður lætur svona hugsanir vera.“ „Vonandi verður hann okkar besti þjálfari líka,“ sagði Eggert að endingu og glotti við tönn er hann var spurður út í hvort hann væri spenntur að fá Eið Smára Guðjohnsen – einn allra besta leikmann Íslandssögunnar – sem þjálfara. Klippa: Eggert Gunnþór segir spennandi tíma framundan hjá FH Fótbolti Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eggert Gunnþór í FH Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í morgun. 24. júlí 2020 12:30 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Eggert Gunnþór Jónsson gekk í raðir FH fyrr í dag og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Anton Ingi Leifsson hitti kappann og ræddi við hann um komuna heim en Eggert Gunnþór hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2006. Hefur hann leikið í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta var búið að blunda í mér í svona eitt ár núna. Okkur fjölskylduna langaði að koma heim, vorum aðeins farin að skoða. Svo finnst mér bara spennandi tímar framundan hérna svo ég var mjög spenntur fyrir því að koma hingað,“ sagði Eggert Gunnþór um heimkomuna. FH hefur ekki átt góðu gengi að fagna í sumar en liðið er sem stendur í 7. sæti með 11 stig. Hafnfirðingar geta þó ekki nýtt krafta Eggerts fyrr en að félagaskiptaglugginn opnar að nýju. Hans fyrsti leikur verður að öllum líkindum 5. ágúst er liðið mætir Val. „FH er risa klúbbur. Þeir eru vanir að berjast um titla á hverju ári þó að síðustu þrjú ár sé mögulega eitthvað sem menn eru ekki sáttir við. Nýir þjálfarar að koma inn og vonandi að þeir komi með einhverja innspýtingu. Svo get ég kannski aðeins hjálpað til líka. Það var aðallega það – heildarpakkinn á þessu öllu – sem gerði þetta að mjög auðveldri ákvörðun,“ sagði Eggert vera ástæðu þess að hann hafi valið FH. Eggert Gunnþór hefur leyst bæði miðvörð og miðju í gegnum ferilinn. Hefur eitthvað verið rætt hvar hann muni spila með FH-liðinu? „Nei, ég er orðinn vanur því í gegnum minn feril að það er sama hvora stöðuna ég er hugsaður í. Ég hef spilað báðar svo það skiptir engu máli.“ Voru möguleikar að vera áfram úti? „Það voru það nefnilega, ég skoðaði það líka og hugsaði aðeins um það en okkur fjölskyldunni fannst flottur tími að koma heim núna. Fínt að koma heim á þessum aldri þegar maður hefur helling upp á að bjóða enn þá.“ Þá sagði Eggert að það hefðu verið lið frá öðrum löndum en Danmörku sem höfðu samband. Eggert var einnig spurður aðeins út í atvinnumannaferilinn þar sem hann lék til að mynda með Hearts, Wolverhampton Wanderers, Charlton Athletic, Belenenses, FC Vestsjælland, Fleetwood Town og svo SönderjyskE þar sem hann varð bikarmeistari á dögunum. „Ég er ekki búinn að hugsa það mikið út í það. Þetta hefur verið upp og niður, eins og það er alltaf. Ég átti mjög góð ár í Hearts í Skotlandi, leið mjög vel í Edinborg og er hálf skoskur í mér enn þá. Ég var líka lengst þar en þetta er ekki eitthvað sem ég hef hugsað of mikið um. Ég er ekki hættur sem fótboltamaður enn þá svo maður lætur svona hugsanir vera.“ „Vonandi verður hann okkar besti þjálfari líka,“ sagði Eggert að endingu og glotti við tönn er hann var spurður út í hvort hann væri spenntur að fá Eið Smára Guðjohnsen – einn allra besta leikmann Íslandssögunnar – sem þjálfara. Klippa: Eggert Gunnþór segir spennandi tíma framundan hjá FH
Fótbolti Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Eggert Gunnþór í FH Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í morgun. 24. júlí 2020 12:30 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Eggert Gunnþór í FH Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í morgun. 24. júlí 2020 12:30
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti