Enski boltinn

Liver­pool for­dæmir hegðun stuðnings­manna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Margir stuðningsmenn Liverpool voru mættir fyrir utan leikvang félagsins er bikarinn fór á loft.
Margir stuðningsmenn Liverpool voru mættir fyrir utan leikvang félagsins er bikarinn fór á loft. VÍSIR/GETTY

Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem félagið fordæmdi hegðun þeirra stuðningsmanna sem voru mættir fyrir utan Anfield í fyrrakvöld að fagna er enski meistaratitillinn fór á loft.

Bikarinn fór á loft eftir þrjátíu ára bið á miðvikudagskvöldið en Liverpool bað stuðningsmenn félagsins að halda kyrru fyrir heima og fagna titlinum. Það voru þó ekki allir sem fylgdu þeim skilaboðum.

Fjöldi fólks var mættur fyrir utan Anfield leikvanginn í gær þar sem var kveikt var á blysum og stuðningsmennirnir fögnuðu langt eftir nóttu. Svo mikið fjör að lögreglan þurfti að loka götum í nágrenni við Anfield.

„Liverpool vill þakka þeim stuðningsmönnum sem voru heima hjá sér og fögnuðu bikarafhendingunni, vernduðu þar af leiðandi ástvini og borgina fyrir því að veiran blossi aftur upp,“ segir á heimasíðu Liverpool.

„Við urðum hins vegar fyrir miklum vonbrigðum með það sem gerðist fyrir utan Anfield í gær og að fleiri stuðningsmenn hafi ekki fylgt ráðleggingunum að fagna heima.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×