Enski boltinn

Opinberaði Sané óvart kaup Chelsea á Havertz?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sané skrifaði opinberlega undir í dag. Svo ákvað hann að missa verst geymda leyndarmál fótboltaheimsins út úr sér í kjölfarið.
Sané skrifaði opinberlega undir í dag. Svo ákvað hann að missa verst geymda leyndarmál fótboltaheimsins út úr sér í kjölfarið. Handout/Getty Images

Leroy Sané opinberaði óvart félagaskipti Kai Havertz frá Bayer Leverkusen til Chelsea.

Hinn 24 ára gamli vængmaður Leroy Sané var í dag tilkynntur sem leikmaður Bayern München. Kemur hann til Þýskalandsmeistara Bayern frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City þar sem hann hefur leikið listir sínar frá árinu 2016.

Bayern greiðir City 40 milljónir punda fyrir landsliðsmanninn þýska sem hefur verið frá vegna meiðsla frá því í ágúst síðastliðnum. Kaupverðið gæti þó hækkað í 55 milljónir punda ef allt gengur að óskum hjá Sané í Þýskalandi.

Þó Sané sé að fara frá Englandi til Þýskalands eru ensk félög á eftir ungstirnum í Þýskalandi - of öfugt reyndar. Sané var spurður út í af hverju ensk félög hefðu svona mikinn áhuga á þýskum leikmönnum en Chelsea staðfesti nýverið komu Timo Werner til félagsins frá RB Leipzig. 

Það virðist sem Sané hafi talað af sér en hann svo gott sem staðfesti kaup Chelsea á Kai Havertz frá Bayer Leverkusen í leiðinni.

„Þjóðverj­ar hafa í gegnum tíðina átt mikið af ung­um og efnilegum leik­mönn­um. Menn eru óhræddir við að gefa ungum leikmönnum tækifæri í Þýskalandi, líkt og í tilfellum Werner og Havertz. Er Chelsea að gera mjög góð kaup þar, “ sagði Sané í viðtali við þýska fjölmiðla í dag.

Það virðist því sem Chelsea sé að kaupa enn einn framlínu manninn en þeir Pedro Rodriguez og Willian eru á förum frá félaginu í sumar.

Hér að neðan má sjá klippu af viðtalinu hjá Sané.


Tengdar fréttir

Chelsea staðfestir komu Werner sem kemur í júlí

Chelsea staðfesti í morgun að félagið hafi keypt framherjann Timo Werner en hann kemur til félagsins frá RB Leipzig í Þýskalandi. Lengi var talið að Werner myndi ganga í raðir Liverpool en nú hefur hann samið við Lundúnarliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×