Samkomulag um björgunarpakkann í höfn Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júlí 2020 06:00 Eftir um 90 klukkustund maraþonfundahöld náðu leiðtogar Evro´pusambandsins saman í nótt. THIERRY MONASSE/GETTY Leiðtogum Evrópusambandsins tókst í nótt að ná samkomulagi um 750 milljarða evra björgunarpakka sem ætlað er að endurreisa efnahag álfunnar eftir kórónuveirufaraldurinn. Leiðtogarnir hafa fundað síðan á föstudag og höfðu síðan þá rætt aðgerðirnar í rúmlega 90 klukkustundir, þar af fjórum sinnum fram á nótt, og eru þetta lengstu fundahöld Evrópuleiðtoga síðan árið 2000. Hart var tekist á um hversu stór hluti upphæðarinnar skyldi vera styrkur til aðildarríkja og hversu stór hluti ætti að vera í formi lána. Voru það ekki síst fimm ríki, sem kölluð hafa verið „hin sparsömu,“ sem kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi í aðgerðunum; Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Holland. Að endingu náðu leiðtogarnir saman um að rétt rúmlega helmingur, eða 390 milljarðar evra, verði styrkur. Deal!— Charles Michel (@eucopresident) July 21, 2020 Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, fagnar því að samkomulag hafi náðst og segir það marka þáttaskil fyrir Evrópu. Hann tilkynnti um niðurstöðuna með stuttu og hnitmiðuðu tísti á fjórða tímanum í nótt, skrifaði einfaldlega „Samkomulag!“ Samhliða björgunaraðgerðunum samþykktu leiðtogarnir fjárhagsáætlun Evrópusambandsins upp á rúmlega trilljón evra til næstu sjö ára. Nú taka við frekari umræður um aðgerðirnar á vettvangi aðildirraríkjanna, auk þess sem Evrópuþingið þarf að kvitta upp á björgunarpakkann. Hér að neðan má sjá glefsu úr úr ræðu fyrrnefnds Michel eftir að samkomulagið var í höfn. We did it! We have reached a deal on the recovery package and the European budget for 2021-2027. This is a strong deal. And most importantly, the right deal for Europe right now. #EUCO pic.twitter.com/c6fQ5ppwpf— Charles Michel (@eucopresident) July 21, 2020 Evrópusambandið Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enn mikill ágreiningur um útfærslu björgunarpakkans Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni. 20. júlí 2020 08:01 Deila um fyrirkomulag stuðningssjóðs vegna veirunnar Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. 17. júlí 2020 11:58 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Leiðtogum Evrópusambandsins tókst í nótt að ná samkomulagi um 750 milljarða evra björgunarpakka sem ætlað er að endurreisa efnahag álfunnar eftir kórónuveirufaraldurinn. Leiðtogarnir hafa fundað síðan á föstudag og höfðu síðan þá rætt aðgerðirnar í rúmlega 90 klukkustundir, þar af fjórum sinnum fram á nótt, og eru þetta lengstu fundahöld Evrópuleiðtoga síðan árið 2000. Hart var tekist á um hversu stór hluti upphæðarinnar skyldi vera styrkur til aðildarríkja og hversu stór hluti ætti að vera í formi lána. Voru það ekki síst fimm ríki, sem kölluð hafa verið „hin sparsömu,“ sem kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi í aðgerðunum; Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Holland. Að endingu náðu leiðtogarnir saman um að rétt rúmlega helmingur, eða 390 milljarðar evra, verði styrkur. Deal!— Charles Michel (@eucopresident) July 21, 2020 Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, fagnar því að samkomulag hafi náðst og segir það marka þáttaskil fyrir Evrópu. Hann tilkynnti um niðurstöðuna með stuttu og hnitmiðuðu tísti á fjórða tímanum í nótt, skrifaði einfaldlega „Samkomulag!“ Samhliða björgunaraðgerðunum samþykktu leiðtogarnir fjárhagsáætlun Evrópusambandsins upp á rúmlega trilljón evra til næstu sjö ára. Nú taka við frekari umræður um aðgerðirnar á vettvangi aðildirraríkjanna, auk þess sem Evrópuþingið þarf að kvitta upp á björgunarpakkann. Hér að neðan má sjá glefsu úr úr ræðu fyrrnefnds Michel eftir að samkomulagið var í höfn. We did it! We have reached a deal on the recovery package and the European budget for 2021-2027. This is a strong deal. And most importantly, the right deal for Europe right now. #EUCO pic.twitter.com/c6fQ5ppwpf— Charles Michel (@eucopresident) July 21, 2020
Evrópusambandið Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enn mikill ágreiningur um útfærslu björgunarpakkans Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni. 20. júlí 2020 08:01 Deila um fyrirkomulag stuðningssjóðs vegna veirunnar Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. 17. júlí 2020 11:58 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Enn mikill ágreiningur um útfærslu björgunarpakkans Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni. 20. júlí 2020 08:01
Deila um fyrirkomulag stuðningssjóðs vegna veirunnar Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. 17. júlí 2020 11:58