Erlent

Segja Rússa hafa haft af­skipti af þjóðar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði Skota

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Skotar héldu þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sitt frá Bretlandi árið 2014. Skýrsla þingnefndar Bretlands leiðir það í ljós að Rússar hafi skipt sér af kosningunni.
Skotar héldu þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sitt frá Bretlandi árið 2014. Skýrsla þingnefndar Bretlands leiðir það í ljós að Rússar hafi skipt sér af kosningunni. EPA-EFE/ROBERT PERRY

Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði en ekki á kosninguna um Brexit samkvæmt breska fréttablaðinu The Daily Telegraph.

Í skýrslunni, sem birt verður á morgun, er það rekið hvernig Rússland reyndi að skipta Bretum í fylkingar árið 2014 þegar þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði Skotlands var haldin. Það hafi verið „fyrsta skiptið eftir fall Sovétríkjanna sem Rússar hafi skipt sér af lýðræðislegum kosningum á Vesturlöndum,“ að sögn dagblaðsins sem vísaði í skýrsluna sem það hefur undir höndum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×