Þolinmæði Macron og Merkel að þrjóta Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2020 16:41 Forsetinn og kanslarinn eru í aðalhlutverki í viðræðum ESB í Brussel. Getty/Anadolu Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka Evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa undanfarið fundað í Brussel og eru það fyrstu fundir leiðtoganna frá því í febrúar. Öll 27 ríki ESB hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna faraldursins þar sem atvinnulíf hefur verið að mestu lamað undanfarna mánuði. Afstaða til björgunarpakkans virðist nú skiptast eftir höfuðáttunum og segja Angela Merkel og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sem kynntu aðgerðir sem hljóða upp á 750 milljarða evra sem sé sambland lána og styrkja til ríkja Evrópu, að þolinmæði þeirra gæti verið á þrotum. „Við erum á þriðja degi viðræðna og þetta er klárlega sá mikilvægasti. Á þessum tímapunkti höfum við unnið okkur í gegn um marga hluta pakkans. Stærð hans, hvernig honum er stýrt og lagareglur í kringum hann. Ég veit ekki hvort við náum að finna lausn,“ hefur Guardian eftir Merkel. „Hér er ríkur samningsvilji og þess vegna mun ég berjast fyrir því að við náum saman. Það er þó mögulegt að ekki verði samið hér í dag,“ sagði Merkel. „Ég hef enn trú á þessu en þessar málamiðlanir. Þær verða ekki samþykktar ef það kemur niður á metnaði Evrópusambandsins,“ sagði Macron Frakklandsforseti. Leiðtogunum greinir enn á um stærð björgunarpakkans og samblöndun styrkja og lána. Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki, sakaði leiðtoga Hollands, Austurríkis, Danmerkur og Svíþjóðar um að vera nískupúka en ríkin börðust fyrir því að minnka björgunarpakkann. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka Evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa undanfarið fundað í Brussel og eru það fyrstu fundir leiðtoganna frá því í febrúar. Öll 27 ríki ESB hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna faraldursins þar sem atvinnulíf hefur verið að mestu lamað undanfarna mánuði. Afstaða til björgunarpakkans virðist nú skiptast eftir höfuðáttunum og segja Angela Merkel og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sem kynntu aðgerðir sem hljóða upp á 750 milljarða evra sem sé sambland lána og styrkja til ríkja Evrópu, að þolinmæði þeirra gæti verið á þrotum. „Við erum á þriðja degi viðræðna og þetta er klárlega sá mikilvægasti. Á þessum tímapunkti höfum við unnið okkur í gegn um marga hluta pakkans. Stærð hans, hvernig honum er stýrt og lagareglur í kringum hann. Ég veit ekki hvort við náum að finna lausn,“ hefur Guardian eftir Merkel. „Hér er ríkur samningsvilji og þess vegna mun ég berjast fyrir því að við náum saman. Það er þó mögulegt að ekki verði samið hér í dag,“ sagði Merkel. „Ég hef enn trú á þessu en þessar málamiðlanir. Þær verða ekki samþykktar ef það kemur niður á metnaði Evrópusambandsins,“ sagði Macron Frakklandsforseti. Leiðtogunum greinir enn á um stærð björgunarpakkans og samblöndun styrkja og lána. Forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki, sakaði leiðtoga Hollands, Austurríkis, Danmerkur og Svíþjóðar um að vera nískupúka en ríkin börðust fyrir því að minnka björgunarpakkann.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira