Enski boltinn

Sjáðu á­tján sendinga mark Arsenal sem skaut þeim í bikar­úr­slit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Arsneal léttir, ljúfir og kátir í gær.
Leikmenn Arsneal léttir, ljúfir og kátir í gær.

Arsenal komst í úrslitaleik enska bikarsins með 2-0 sigri á Manchester City í fyrri undanúrslitaleiknum á Wembley í gær.

Bæði mörk leiksins skoraði Gabonmaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang; það fyrra á nítjándu mínútu og það síðara nítján mínútum fyrir leikslok.

Fyrra mark Arsenal var ansi myndarlegt. Þeir spiluðu boltanum átján sinnum á milli sín áður en Aubameyang skilaði boltanum í netið.

Athygli vekur einnig að flestar þessar sendingar eiga sér stað inni og í kringum vítateig Arsenal en markið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×