Arsenal komst í úrslitaleik enska bikarsins með 2-0 sigri á Manchester City í fyrri undanúrslitaleiknum á Wembley í gær.
Bæði mörk leiksins skoraði Gabonmaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang; það fyrra á nítjándu mínútu og það síðara nítján mínútum fyrir leikslok.
There were 18 passes made in the build-up to Arsenal's opener against Man City [@OptaJoe] pic.twitter.com/EIDubnuMIT
— AFTV (@AFTVMedia) July 19, 2020
Fyrra mark Arsenal var ansi myndarlegt. Þeir spiluðu boltanum átján sinnum á milli sín áður en Aubameyang skilaði boltanum í netið.
Athygli vekur einnig að flestar þessar sendingar eiga sér stað inni og í kringum vítateig Arsenal en markið má sjá hér að neðan.
Playing football pic.twitter.com/70E1HTiw5h
— Arsenal (@Arsenal) July 19, 2020