Enski boltinn

„Gætu endað með því að þurfa að borga honum til þess að fara“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Özil í æfingaleik á tímum kórónuveirunnar.
Özil í æfingaleik á tímum kórónuveirunnar. vísir/getty

Paul Merson, fyrrum varnarmaður Arsenal og nú sparkspekingur, segir að félagið þurfi að losa sig við Mesut Özil og leita allra ráða til þess.

Özil er á ansi myndarlegum samningi hjá Arsenal. Hann er talinn fá 350 þúsund pund í vikulaun og samningur hans rennur fyrst út næsta sumar.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur engan áhuga á því að nota Özil og hefur hann ekki spilað mínútu eftir að boltinn fór aftur að rúlla eftir kórónuveiruhléið.

„Þeir þurfa að losna við launin hjá Mesut Özil og þeir gætu endað á því að þurfa að borga hann í burtu,“ sagði Merson í samtali við Daily Star.

„Pierre-Emerick Aubameyang þarf nýjan samning og það verður ekki ódýrt. Hann er orðinn rúmlega þrítugur en Arsenal hefur ekki efni á því að missa hann.“

Merson spáði svo aðeins í leikmannamarkaðinn og hvað Arsenal gæti gert þar en liðið komst í úrslitaleik enska bikarsins með sigri á Man. City í gær.

„Þeir taka ekki miklar áhættur á leikmannamarkaðnum. Það er ekki þeirra stefna. Arteta veit það en ef hann spyr ekki - þá fær hann ekkert, reikna ég með. Þetta fer eftir því hvernig markaðurinn fer af stað.“

„Ef einhver skiptir á 80 eða 90 milljónir punda í byrjun gluggans þá er Arsenal í vandræðum því þeir geta ekki borgað það en ég held að mörg félög eru í vandræðum með að eyða peningum núna svo þú gætir fundið topp leikmenn sem kosta ekki mikið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×