Auknar valdheimildir gegn veirunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2020 12:00 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á fundi dagsins. Getty/PA Video - PA Images Bæjar- og héraðsstjórnir á Bretlandi fá stórauknar heimildir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar frá og með næstu mánaðamótum. Þrátt fyrir að hinum ýmsu hömlum verði aflétt samhliða mega Bretar búast við áframhaldandi takmörkunum fram í desember hið minnsta. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti ákvörðunina á blaðamannafundi í morgun. Þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem létt er á hinum ýmsu kórónuveirutakmörkunum á Bretlandseyjum en stærsta skrefið til þessa var stigið í upphafi mánaðar, þegar krár, hárgreiðslustaðir og kvikmyndahús fengu heimild til að opna á ný. Frá og með næstu mánaðamótum mega snyrtistofur og líkamsræktarstöðvar hefja hefðbundna starfsemi í fyrsta sinn í rúma þrjá mánuði, auk þess sem skemmtikraftar og hljómsveitir mega aftur leika fyrir fámennan áhorfendaskara. Fyrirtæki fá jafnframt aukið svigrúm til að ákveða hvort fólk sæki vinnu eða stundi áfram fjarvinnu. Meðfram þessu verður bæjarstjórnum veittar stórauknar valdheimildir til að sporna við útbreiðslu veirunnar. Til að mynda verður þeim heimilt að loka stöðum þar sem fólk kemur saman, takmarka samgöngur og setja á útgöngubann innan borgarmarkanna. Forsætisráðherrann sagði að þó svo að valdheimildir kynnu að þykja íþyngjandi væru þær nauðsynlegar til að berja niður hópsýkingar um leið og þær koma upp. Aðspurður sagðist Johnson vona að aðgerðirnar yrðu þess valdandi að daglegt líf á Bretlandi kæmist aftur í samt horf um miðjan nóvember. Þó megi Bretar búast við því að búa við einhverjar kórónuveiruhömlur fram að jólum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjórþyrstir kráaraðdáendur og hárprúðir blaðamenn fagna í Bretlandi Barir og hárgreiðslustofur máttu opna á nýjan leik í Bretlandi í morgun eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Blaðamenn fylgdust vel með hvernig allt fór fram og virtust margir nýta sér tækifærið til þess að fara í klippingu í beinni útsendingu. 4. júlí 2020 09:18 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Bæjar- og héraðsstjórnir á Bretlandi fá stórauknar heimildir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar frá og með næstu mánaðamótum. Þrátt fyrir að hinum ýmsu hömlum verði aflétt samhliða mega Bretar búast við áframhaldandi takmörkunum fram í desember hið minnsta. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti ákvörðunina á blaðamannafundi í morgun. Þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem létt er á hinum ýmsu kórónuveirutakmörkunum á Bretlandseyjum en stærsta skrefið til þessa var stigið í upphafi mánaðar, þegar krár, hárgreiðslustaðir og kvikmyndahús fengu heimild til að opna á ný. Frá og með næstu mánaðamótum mega snyrtistofur og líkamsræktarstöðvar hefja hefðbundna starfsemi í fyrsta sinn í rúma þrjá mánuði, auk þess sem skemmtikraftar og hljómsveitir mega aftur leika fyrir fámennan áhorfendaskara. Fyrirtæki fá jafnframt aukið svigrúm til að ákveða hvort fólk sæki vinnu eða stundi áfram fjarvinnu. Meðfram þessu verður bæjarstjórnum veittar stórauknar valdheimildir til að sporna við útbreiðslu veirunnar. Til að mynda verður þeim heimilt að loka stöðum þar sem fólk kemur saman, takmarka samgöngur og setja á útgöngubann innan borgarmarkanna. Forsætisráðherrann sagði að þó svo að valdheimildir kynnu að þykja íþyngjandi væru þær nauðsynlegar til að berja niður hópsýkingar um leið og þær koma upp. Aðspurður sagðist Johnson vona að aðgerðirnar yrðu þess valdandi að daglegt líf á Bretlandi kæmist aftur í samt horf um miðjan nóvember. Þó megi Bretar búast við því að búa við einhverjar kórónuveiruhömlur fram að jólum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjórþyrstir kráaraðdáendur og hárprúðir blaðamenn fagna í Bretlandi Barir og hárgreiðslustofur máttu opna á nýjan leik í Bretlandi í morgun eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Blaðamenn fylgdust vel með hvernig allt fór fram og virtust margir nýta sér tækifærið til þess að fara í klippingu í beinni útsendingu. 4. júlí 2020 09:18 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Bjórþyrstir kráaraðdáendur og hárprúðir blaðamenn fagna í Bretlandi Barir og hárgreiðslustofur máttu opna á nýjan leik í Bretlandi í morgun eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Blaðamenn fylgdust vel með hvernig allt fór fram og virtust margir nýta sér tækifærið til þess að fara í klippingu í beinni útsendingu. 4. júlí 2020 09:18