Íslenski boltinn

Máni ó­sáttur við á­herslu á líkams­tjáningu: „Eitt­hvað mesta bull sem ég hef heyrt“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þorkell Máni er einn spekingur Pepsi Max-stúkunnar.
Þorkell Máni er einn spekingur Pepsi Max-stúkunnar. vísir/skjáskot/s2s

Nikulás Val Gunnarsson hefur leikið afar vel með toppliði Fylkis á leiktíðinni en Nikulás hefur spilað á miðju liðsins. Hans frammistaða var til umræðu í Pepsi Max-stúkunni er 6. umferðin var gerð upp.

Nikulás Val og Arnór Gauti Jónsson hafa tekið yfir miðjuna í fjarveru reynsluboltanna Helga Vals Daníelssonar og Ólafs Inga Skúlasonar. Fylkir hefur unnið fjóra leiki í röð og er á toppi Pepsi Max-deildarinnar.

„Það eru ungir drengir búnir að taka miðjuna og það er enginn spurning að þeir eru búnir að kenna þessum litlu strákum fótbolta,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, spekingur Pepsi Max-stúkunnar, og hélt áfram.

„Þessi Nikulás er alinn upp í Fylki, hefur spilað fimm leiki í meistaraflokki og hann er með 100% vinningshlutfall. Hann er ekki búinn að tapa leik. Hann var ekki búinn að spila meistaraflokksleik í fyrra og á tímabili skilst mér að hann ætlaði að hætta í fótbolta.“

Líkamstjáning er farið að skipta of miklu máli í fótbolta að mati Mána og hann segir að grunnatriði fótboltans skipti meira máli.

„Það er voða fínt í fótbolta í dag hvað líkamstjáning skiptir miklu máli, sem er eitthvað mesta bull sem ég hef heyrt á ævinni. Annað hvort geturðu eitthvað og sendir boltann og tekur hlaupin almennilega. Nikulás er ekkert að spá í því hvernig líkamstjáningin er eða í hvernig takkaskóm hann er í. Hann er bara að vinna sína vinnu og senda boltann.“

Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um unga miðju Fylkis



Fleiri fréttir

Sjá meira


×