Íslenski boltinn

Máni ó­sáttur við á­herslu á líkams­tjáningu: „Eitt­hvað mesta bull sem ég hef heyrt“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þorkell Máni er einn spekingur Pepsi Max-stúkunnar.
Þorkell Máni er einn spekingur Pepsi Max-stúkunnar. vísir/skjáskot/s2s

Nikulás Val Gunnarsson hefur leikið afar vel með toppliði Fylkis á leiktíðinni en Nikulás hefur spilað á miðju liðsins. Hans frammistaða var til umræðu í Pepsi Max-stúkunni er 6. umferðin var gerð upp.

Nikulás Val og Arnór Gauti Jónsson hafa tekið yfir miðjuna í fjarveru reynsluboltanna Helga Vals Daníelssonar og Ólafs Inga Skúlasonar. Fylkir hefur unnið fjóra leiki í röð og er á toppi Pepsi Max-deildarinnar.

„Það eru ungir drengir búnir að taka miðjuna og það er enginn spurning að þeir eru búnir að kenna þessum litlu strákum fótbolta,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, spekingur Pepsi Max-stúkunnar, og hélt áfram.

„Þessi Nikulás er alinn upp í Fylki, hefur spilað fimm leiki í meistaraflokki og hann er með 100% vinningshlutfall. Hann er ekki búinn að tapa leik. Hann var ekki búinn að spila meistaraflokksleik í fyrra og á tímabili skilst mér að hann ætlaði að hætta í fótbolta.“

Líkamstjáning er farið að skipta of miklu máli í fótbolta að mati Mána og hann segir að grunnatriði fótboltans skipti meira máli.

„Það er voða fínt í fótbolta í dag hvað líkamstjáning skiptir miklu máli, sem er eitthvað mesta bull sem ég hef heyrt á ævinni. Annað hvort geturðu eitthvað og sendir boltann og tekur hlaupin almennilega. Nikulás er ekkert að spá í því hvernig líkamstjáningin er eða í hvernig takkaskóm hann er í. Hann er bara að vinna sína vinnu og senda boltann.“

Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um unga miðju Fylkis


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.