Enski boltinn

Kallar eftir meiri bar­áttu­vilja hjá Gylfa og leik­mönnum E­ver­ton og skaut föstum skotum að Pick­ford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carlo Ancelotti í leiknum gegn Wolves um helgina.
Carlo Ancelotti í leiknum gegn Wolves um helgina. vísir/getty

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, kallar eftir því að leikmenn Everton sýni meiri baráttuvilja er liðið mætir Aston Villa á heimavelli í kvöld.

Everton lék hörmulega um helgina er liðið tapaði 3-0 fyrir Wolves á útivelli en liðið er í 11. sæti deildarinnar með 45 stig á meðan Aston Villa er að berjast fyrir falli.

„Við búumst við viðbrögðum eftir slaka leikinn gegn Wolves; öðruvísi hugarfar, öðruvísi viðhorf og öðruvísi karakter. Ég hef lært það á tíma mínum hjá Everton að allir vilja sjá leikmennina berjast - það er mikilvægasti hluturinn,“ sagði Ancelotti.

„Þeir þurfa að berjast og svo reyna spila vel og vinna leiki. Þegar það er enginn barátta þá er það ekki DNA félagsins. Þegar leikmennirnir fara á völlinn þarf þeim að líða vel, þeir þurfa að vita hvað þeir eiga að gera og eftir það er andinn mjög mikilvægur.“

„Svo við þurfum að halda baráttuandanum uppi svo leikmennirnir verði ekki hræddir inni á vellinum og hafi áhyggjur. Það er lykillinn í því að við séum samkeppnishæfir.“

Það er ekki bara baráttuandinn sem þarf að batna í kvöld að mati Ancelotti heldur þarf Jordan Pickford að fara verja markið sitt betur að mati Ítalans.

„Ég veit ekki hvort að hann þurfi samkeppni. Ég veit að hann er ekki að standa sig. Ég talaði við hann. Hann er ekki að standa sig vel. Hann þarf að einbeittari á frammistöðu sína og reyna verða betri á hverjum degi.“

„Ég er ekki áhyggjufullur því hann hefur hæfileikana. Hann er með karakter en ég verð að segja við hann og hef sagt við hann, að hann verður að bæta sig. Ég veit ekki hvort að hann finni fyrir pressunni en það er hluti at starfinu. Þú átt að finna fyrir pressu en hún á að vera olía svo að þú sinnir þinni vinnu.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.