Bour­nemouth í vand­ræðum eftir tap á Eti­had | Wol­ves kastaði frá sér sigrinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jesus fagnar í kvöld.
Jesus fagnar í kvöld. vísir/getty

Manchester City vann nokkuð þægilegan 2-1 sigur á Bournemouth á heimavelli í dag en City hefur ekki miklu að keppa í ensku úrvalsdeildinni.

David Silva skoraði fyrsta markið beint úr aukaspyrnu á sjöttu mínútu en þetta er í annað skiptið í síðustu þremur leikjum sem Silva skorar úr aukaspyrnu.

Annað markið skoraði Gabriel Jesus á 39. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Bournemouth virtist vera minnka muninn í síðari hálfleik en markið var dæmt af eftir VARsjá.

Þeir náðu þó að minnka muninn á 89. mínútu er David Brooks minnkaði muninn en nær komust þeir ekki og lokatölur 2-1.

City er í öðru sætinu með 75 stig en Bournemouth er í 18. sætinu með 31 stig. Þeir eru þremur stigum frá öruggu sæti er tvær umferðir eru eftir en Watford og West Ham, sem eru í sætunum fyrir ofan, eiga leik inni.

Wolves gerði svo 1-1 jafntefli á Burnley á útivelli. Raul Jimenez skoraði fyrsta markið stundarfjórðungi fyrir leikslok en Chris Wood jafnaði metin úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Wolves er í 6. sætinu með 56 stig, þremur stigum á eftir United og Leicester sem eru í 4. og 5. sætinu svo Meistaradeildardraumur Úlfanna lifir enn.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 30. mínútu en Burnley er í 10. sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.