Hvað gerðist eiginlega í leik Wigan og Hull? Ísak Hallmundarson skrifar 15. júlí 2020 15:30 Ótrúleg úrslit. getty/Martin Rickett Ein ótrúlegustu úrslit í sögu fótbolta á Englandi áttu sér stað í Championship-deildinni í gær, sem er næstefsta deildin á Englandi. Wigan sigraði þá Hull 8-0, þar sem staðan í hálfleik var 7-0. Wigan, sem er við það að verða gjaldþrota, skoraði sjö mörk í hálfleik gegn arfaslöku liði Hull. Kal Naismith skoraði fyrsta mark leiksins á 2. mínútu, en annað mark Wigan kom ekki fyrr en á 27. mínútu og skoraði liðið sex mörk á síðustu 20 mínútunum í fyrri hálfleik. Eftir að Kiefer Moore skoraði á 27. mínútu bættu Jamal Lowe, Joseph Williams og Kieran McDowell við einu marki hver, auk þess sem Moore bætti við sínu öðru marki í leiknum. Á 65. mínútu bætti McDowell við öðru marki sínu í leiknum og áttunda marki Wigan og var það síðasta mark leiksins. Wigan jafnaði þar með stærsta sigurinn í deildinni frá því hún fékk nafnið Championship árið 2004, en árið 2014 vann Bournemouth 8-0 útisigur á Birmingham. Þetta var einnig í fyrsta skipti sem lið skorar átta mörk á heimavelli í næstefstu deild síðan árið 1987, þegar Manchester City vann Huddersfield 10-1. Þetta var jafnframt versta tap Hull síðan árið 1911 og stærsti sigur Wigan frá upphafi. Grant McCann, þjálfari Hull, biðst afsökunar á leiknum. „Þetta særir okkur. Það eina sem ég get gert er að biðja stuðningsmenn afsökunar fyrir hönd allra í búningsklefanum, því þetta var óásættanlegt og ég er miður mín vegna þess. Við fengum á okkur mark í hvert einasta skipti sem Wigan sótti fram. Við stóðum á hliðarlínunni og hugsuðum að þetta yrði aldrei búið. Við mættum einfaldlega ekki til leiks, þetta var niðurlægjandi,“ sagði McCann. Hull situr í fallsæti og hefur aðeins unnið einn leik af síðustu 18 leikjum og tapað 14 af þeim. Fyrir leikinn hafði Wigan skorað næstfæst mörk í deildinni, en þessi stóri sigur gerir það að verkum að liðið er komið í jákvæða markatölu í fyrsta sinn á tímabilinu. Wigan er tólf stigum fyrir ofan fallsæti en liðið á einmitt yfir höfði sér að það verði dregin tólf stig af því, vegna yfirvofandi gjaldþrots. Markatalan gæti því spilað stórt hlutverk í að halda liðinu uppi. Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Síðasti naglinn í kistu Nuno? Enski boltinn Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
Ein ótrúlegustu úrslit í sögu fótbolta á Englandi áttu sér stað í Championship-deildinni í gær, sem er næstefsta deildin á Englandi. Wigan sigraði þá Hull 8-0, þar sem staðan í hálfleik var 7-0. Wigan, sem er við það að verða gjaldþrota, skoraði sjö mörk í hálfleik gegn arfaslöku liði Hull. Kal Naismith skoraði fyrsta mark leiksins á 2. mínútu, en annað mark Wigan kom ekki fyrr en á 27. mínútu og skoraði liðið sex mörk á síðustu 20 mínútunum í fyrri hálfleik. Eftir að Kiefer Moore skoraði á 27. mínútu bættu Jamal Lowe, Joseph Williams og Kieran McDowell við einu marki hver, auk þess sem Moore bætti við sínu öðru marki í leiknum. Á 65. mínútu bætti McDowell við öðru marki sínu í leiknum og áttunda marki Wigan og var það síðasta mark leiksins. Wigan jafnaði þar með stærsta sigurinn í deildinni frá því hún fékk nafnið Championship árið 2004, en árið 2014 vann Bournemouth 8-0 útisigur á Birmingham. Þetta var einnig í fyrsta skipti sem lið skorar átta mörk á heimavelli í næstefstu deild síðan árið 1987, þegar Manchester City vann Huddersfield 10-1. Þetta var jafnframt versta tap Hull síðan árið 1911 og stærsti sigur Wigan frá upphafi. Grant McCann, þjálfari Hull, biðst afsökunar á leiknum. „Þetta særir okkur. Það eina sem ég get gert er að biðja stuðningsmenn afsökunar fyrir hönd allra í búningsklefanum, því þetta var óásættanlegt og ég er miður mín vegna þess. Við fengum á okkur mark í hvert einasta skipti sem Wigan sótti fram. Við stóðum á hliðarlínunni og hugsuðum að þetta yrði aldrei búið. Við mættum einfaldlega ekki til leiks, þetta var niðurlægjandi,“ sagði McCann. Hull situr í fallsæti og hefur aðeins unnið einn leik af síðustu 18 leikjum og tapað 14 af þeim. Fyrir leikinn hafði Wigan skorað næstfæst mörk í deildinni, en þessi stóri sigur gerir það að verkum að liðið er komið í jákvæða markatölu í fyrsta sinn á tímabilinu. Wigan er tólf stigum fyrir ofan fallsæti en liðið á einmitt yfir höfði sér að það verði dregin tólf stig af því, vegna yfirvofandi gjaldþrots. Markatalan gæti því spilað stórt hlutverk í að halda liðinu uppi.
Enski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Síðasti naglinn í kistu Nuno? Enski boltinn Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira