Erlent

Ginsburg lögð inn á sjúkrahús

Andri Eysteinsson skrifar
Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna
Ginsburg er elsti sitjandi dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna AP/J. Scott Applewhite

Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið flutt á sjúkrahús vegna mögulegrar sýkingar.

BBC greinir frá því að Ginsburg, sem er 87 ára gömul, hafi verið flutt á Johns Hopkins sjúkrahúsið í Baltimore þar sem hún gekkst undir aðgerð vegna möguleika á því að sýking hafi komið upp eftir aðgerð í fyrra.

Ginsburg mun dvelja á sjúkrahúsinu í nokkra daga á meðan hún jafnar sig og er hún nú við góða heilsu.

Hin frjálslynda Ginsburg hefur reglulega verið lögð inn á sjúkrahús á undanförnum áratugum en hún hefur í fjórgang gengist undir aðgerðir vegna krabbameins. Þá hefur hún einnig orðið fyrir því að brjóta rifbein eftir fall.

Hæstaréttardómarar eru skipaðir ævilangt í Bandaríkjunum og óttast Demókratar það að láti Ginsburg af störfum fái Donald Trump að skipa þriðja hæstaréttardómarann á forsetatíð sinni en Hæstiréttur er í dag talinn vera með íhaldssaman meirihluta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.