Nik Anthony: Held að hann hafi verið of fljótur að lyfta flagginu Þór Símon Hafþórsson skrifar 14. júlí 2020 21:51 Nik Chamberlain, er þjálfari Þróttar. Mynd/Þróttur „Að taka eitt stig gegn Selfossi er frábært. Að gera það á heimavelli og að halda hreinu er góður bónus líka,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir markalaust jafntefli gegn sterku liði Selfyssinga í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Mér fannst við eiga þetta skilið. Þetta var jafn leikur og boltinn skoppaði endanna á milli og ég held að jafntefli sé bara sanngjörn úrslit,“ sagði Nik en bæði lið áttu fín færi í leiknum en náðu ekki að reka endahnútinn og finna netið. Þó var ansi stór ákvörðun sem átti sér stað á 70. mínútu sem kom mögulega í veg fyrir að Þróttur tæki öll þrjú stigin á boðstólnum. Þá kom sending fram sem stefndi á Lindu Líf, framherja Þrótts, en varnarmaður stökk vel framfyrir hana og skallaði boltann afturfyrir sig, beint í fætur Ólöfu Sigríði sem var þá sloppin ein inn fyrir vörn Selfoss. Línudómarinn hafði þá þegar flaggað rangstöðu á Lindu Líf þó svo að hún hafi aldrei komist nálægt boltanum en Ólöf var svo sannarlega ekki rangstæð. „Hann [Línudómarinn] sagði að hún hefði haft áhrif á leikinn en að mínu mati hafði varnarmaðurinn ekki hugmynd um að hún væri fyrir aftan hana. Mér fannst þetta vera röng ákvörðun,“ sagði Nik en bætti við að Ólöf hafði átt eftir að klára færið þannig ekki væri hægt að segja hvort þetta hafi tekið af þeim mark en telur engu að síður að línudómarinn hafi verið of fljótur á sér. „Ég held að hann hafi verið of fljótur að lyfta flagginu. Skiljanlega kannski þar sem hún virtist vera að fá boltann en mér finnst hann hefði mátt bíða í 2-3 sekúndur í viðbót til að sjá hvernig atvikið myndi þróast.“ Þróttur eru nýliðar í deildinni og margir bjuggust við að róðurinn yrði þungur í sumar en þær hafa byrjað mun betur bjartsýnustu menn gátu ímyndað sér. Liðið er nú í 7. sæti hafandi spilað nú þegar við lið á borð við Val, Fylki og Selfoss. „Við vissum hvað við gátum. Við vissum að við gætum komið mörgum á óvart. Nú þurfum við bara að halda áfram að sanna hvað við getum og halda áfram að bæta okkur. Það eru ennþá 13 leikir eftir.“ Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - Selfoss 0-0 | Nýliðarnir náðu stigi á móti bikarmeisturunum Þróttur og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í kvöld. 14. júlí 2020 21:05 Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira
„Að taka eitt stig gegn Selfossi er frábært. Að gera það á heimavelli og að halda hreinu er góður bónus líka,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir markalaust jafntefli gegn sterku liði Selfyssinga í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Mér fannst við eiga þetta skilið. Þetta var jafn leikur og boltinn skoppaði endanna á milli og ég held að jafntefli sé bara sanngjörn úrslit,“ sagði Nik en bæði lið áttu fín færi í leiknum en náðu ekki að reka endahnútinn og finna netið. Þó var ansi stór ákvörðun sem átti sér stað á 70. mínútu sem kom mögulega í veg fyrir að Þróttur tæki öll þrjú stigin á boðstólnum. Þá kom sending fram sem stefndi á Lindu Líf, framherja Þrótts, en varnarmaður stökk vel framfyrir hana og skallaði boltann afturfyrir sig, beint í fætur Ólöfu Sigríði sem var þá sloppin ein inn fyrir vörn Selfoss. Línudómarinn hafði þá þegar flaggað rangstöðu á Lindu Líf þó svo að hún hafi aldrei komist nálægt boltanum en Ólöf var svo sannarlega ekki rangstæð. „Hann [Línudómarinn] sagði að hún hefði haft áhrif á leikinn en að mínu mati hafði varnarmaðurinn ekki hugmynd um að hún væri fyrir aftan hana. Mér fannst þetta vera röng ákvörðun,“ sagði Nik en bætti við að Ólöf hafði átt eftir að klára færið þannig ekki væri hægt að segja hvort þetta hafi tekið af þeim mark en telur engu að síður að línudómarinn hafi verið of fljótur á sér. „Ég held að hann hafi verið of fljótur að lyfta flagginu. Skiljanlega kannski þar sem hún virtist vera að fá boltann en mér finnst hann hefði mátt bíða í 2-3 sekúndur í viðbót til að sjá hvernig atvikið myndi þróast.“ Þróttur eru nýliðar í deildinni og margir bjuggust við að róðurinn yrði þungur í sumar en þær hafa byrjað mun betur bjartsýnustu menn gátu ímyndað sér. Liðið er nú í 7. sæti hafandi spilað nú þegar við lið á borð við Val, Fylki og Selfoss. „Við vissum hvað við gátum. Við vissum að við gætum komið mörgum á óvart. Nú þurfum við bara að halda áfram að sanna hvað við getum og halda áfram að bæta okkur. Það eru ennþá 13 leikir eftir.“
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - Selfoss 0-0 | Nýliðarnir náðu stigi á móti bikarmeisturunum Þróttur og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í kvöld. 14. júlí 2020 21:05 Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira
Leik lokið: Þróttur - Selfoss 0-0 | Nýliðarnir náðu stigi á móti bikarmeisturunum Þróttur og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í kvöld. 14. júlí 2020 21:05