Íslenski boltinn

Ólafur: Vorum stemmnings­lausir

Ísak Hallmundarson skrifar
Ólafur Kristjánsson
Ólafur Kristjánsson vísir/daníel

FH tapaði 1-2 fyrir Fylki á heimavelli sínum í Kaplakrika í dag. Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH var afar ósáttur að leik loknum.

,,Það má kannski setja marga miða á þetta. Mér fannst við einfaldlega slakir í fyrri hálfleik. Við vorum hægir, vorum stemmningslausir, fórum ekki í návígi, fórum ekki í pressu, fáum upp á síðasta þriðjung stöður sem við förum illa með, varnarleikurinn í fyrsta markinu var bara engan veginn nógu góður. Það kemur bara langur bolti, hægt að skalla hann heim eða negla honum í burtu en Fylkismaðurinn er fyrstur á hann.

Síðan fannst mér koma smá kraftur í seinni hálfleik en það er kraftur sem þarf auðvitað að vera frá upphafi. Þegar við jöfnum erum við með ,,momentum‘‘ í leiknum og þá aftur köstum við því frá okkur með því að færa þeim markið á silfurfati,‘‘ sagði Ólafur.

,,Þú getur kallað þetta andleysi, sem er slæmt í keppnisíþróttum, og svo á köflum dapran varnarleik. Við tökum ekki þau færi sem við fáum í leiknum, við fáum undir lokin reyndar til að jafna en við nýtum það ekki.‘‘

FH hefur lekið inn tólf mörkum í fimm leikjum, það er eitthvað sem er ekki í boði ef lið ætlar að vera í toppbaráttu.

,,Við harðneitum að verjast á köflum og sem lið erum við ekki nógu þéttir í þessum atriðum. Eins og í mörkunum í dag, þá var kannski ekki mikil hætta þegar stöðurnar komu upp. Á móti Blikunum töpum við líka bolta fyrir utan teiginn og það er komið mark í andlitið á okkur. Virðingin fyrir því að verjast er ekki nær,‘‘ sagði Ólafur að lokum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.