Enski boltinn

Lagerpool leikur ensku meistaranna í spaugilegu ljósi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling átti stórleik í liði Manchester City og var sínum gömlu félögum í Liverpool liðinu mjög erfiður.
Raheem Sterling átti stórleik í liði Manchester City og var sínum gömlu félögum í Liverpool liðinu mjög erfiður. EPA-EFE/Laurence Griffiths

Liverpool endaði tveggja ára sigurgöngu Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og það var mikið húllumhæ í herbúðum liðsins enda Liverpool að verða enskur meistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi.

Leikmenn Liverpool fengu góðan tíma til að fagna enska meistaratitlinum fyrir leikinn á móti Manchester City í byrjun mánaðarins og frammistaðan á Ethiad leikvanginum minnti ekkert á meistaralið.

Nýkrýndir Englandsmeistarar Liverpool voru nefnilega teknir í bakaríið þegar þeir steinlágu 4-0 fyrir liði Manchester City.

Kevin De Bruyne, Raheem Sterling og Phil Foden voru allir á skotskónum og eitt markið var sjálfsmark hjá Liverpool manninum Alex Oxlade-Chamberlain.

Leikmenn Manchester City voru einbeittir og það kveikti greinilega vel í þeim að þurfa að standa heiðursvörð fyrir Liverpool liðið fyrir leikinn. Á móti minnti frammistaða Liverpool liðsins ekkert á liðið sem hafði rúllað yfir deildina og var meira en tuttugu stigum á undan City fyrir leikinn.

Nú hafa grínararnir á 442oons sett saman myndband sem sýnir þennan leik ensku meistaranna í spaugilegu ljósi eins og sjá má hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.